63. fundur

17.12.2025 14:00

Fundargerð 63. fundar lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar haldinn að Grænásbraut 910 17. desember 2025 kl. 14:00

Viðstödd: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.

Að auki sátu fundinn: Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Guðdís Malín Magnúsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Erna María Svavarsdóttir ritari.

1. Fundargerð Samtakahópsins 15. desember 2025 (2025020056)

Fundargerð samtakahópsins lögð fram.

Fylgigögn:

Fundagerð Samtakahópsins 15. desember 2025

2. Erindi ungmennaráðs til lýðheilsuráðs (2025120022)

Guðdís Malín Magnúsdóttir fulltrúi ungmennaráðs fylgdi eftir tillögum ungmennaráðs Reykjanesbæjar.

Lýðheilsuráð þakkar Guðdísi Malínu kærlega fyrir kynninguna og fagnar því frábæra starfi sem fer fram í ungmennaráði. Lýðheilsuráð leggur til að bæjarstjórn setji á laggirnar vinnuhóp til þess að fara yfir tillögur ungmennaráðs.

3. Reykjanesbær til framtíðar (2025120196)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar fór yfir áherslur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar.

4. Ábyrg og örugg netnotkun (2025120198)

Lýðheilsuráð minnir á vefsíðuna netvis.is en þar má finna gott fræðsluefni sem hentar fagfólki, börnum, unglingum, foreldrum og forráðafólki.

5. Hvatagreiðslur 2025 (2025120199)

Lýðheilsuráð þakkar fyrir frábæra móttöku á hvatagreiðslum fyrir eldri borgara og hvetur til áframhaldandi þátttöku.

Fylgigögn:

Auglýsing - hvatagreiðslur eldri borgara


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:17.