- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstödd: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.
Að auki sátu fundinn: Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Guðdís Malín Magnúsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Erna María Svavarsdóttir ritari.
Fundargerð samtakahópsins lögð fram.
Fylgigögn:
Fundagerð Samtakahópsins 15. desember 2025
Guðdís Malín Magnúsdóttir fulltrúi ungmennaráðs fylgdi eftir tillögum ungmennaráðs Reykjanesbæjar.
Lýðheilsuráð þakkar Guðdísi Malínu kærlega fyrir kynninguna og fagnar því frábæra starfi sem fer fram í ungmennaráði. Lýðheilsuráð leggur til að bæjarstjórn setji á laggirnar vinnuhóp til þess að fara yfir tillögur ungmennaráðs.
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar fór yfir áherslur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar.
Lýðheilsuráð minnir á vefsíðuna netvis.is en þar má finna gott fræðsluefni sem hentar fagfólki, börnum, unglingum, foreldrum og forráðafólki.
Lýðheilsuráð þakkar fyrir frábæra móttöku á hvatagreiðslum fyrir eldri borgara og hvetur til áframhaldandi þátttöku.
Fylgigögn:
Auglýsing - hvatagreiðslur eldri borgara
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:17.