7. fundur

06.04.2020 08:15

7. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 6. apríl 2020, kl. 08:15

Viðstaddir:Jóhann Friðrik Friðriksson formaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Covid-19 (2020030167)

Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur sagði frá hvernig Reykjanesbær hefur tekist á við Covid 19 m.a. með stofnun neyðarstjórnar. Gengið heilt yfir nokkuð vel. Hægt er að sjá fundargerðir neyðarstjórnar á heimasíðu Reykjanesbæjar.
Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar lýsir áhyggjum sínum af félagslegum afleiðingum Covid 19 faraldursins og áhrifum hans á lýðheilsu bæjarbúa til lengri tíma. Um leið og allir leggjast á eitt við að hefta útbreiðslu, tryggja heilbrigðisþjónustu og lágmarka heilsufarslegan skaða er í senn mikilvægt að undirbúa strax aðgerðir til þess að mæta félagslegum afleiðingum faraldursins. Lýðheilsuráð telur mikilvægt að auka getu bæjarfélagsins til þess að mæta þeim áskorunum og efla samstarf við stofnanir um atvinnusköpun og virkniúrræði á svæðinu.

2. Heilsuhegðun - Tilmæli til bæjarbúa (2020040026)

Almannavarnir og Embætti landlæknis hefur miðlað mikið af upplýsingum.
Lýðheilsufræðingur taki saman ráðleggingar um áhrifaþætti heilbrigðis, mikilvægi hreyfingar, næringar og fleira, sérstaklega til foreldra grunnskólabarna.
Á heimasíðu Reykjanesbæjar er mikið af upplýsingum varðandi þjónustu sveitarfélagsins.
Lýðheilsuráð leggur til að settur verði upp ratleikur um bæjarfélagið til að efla samveru og hreyfingu fjölskyldna, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur undirbýr leikinn.

3. Grænmetisgarður (2020040027)

Umhverfissvið er að undirbúa grænmetisgarð sem bæjarbúar geta fengið aðgang að.
Lýðheilsufræðing falið að athuga hvernig staðan er á verkefnum sem snúa að samveru fjölskyldna svo sem dýragarði opnum svæðum og fleira.

Ráðið samþykkir að bæta eftirfarandi máli á dagskrá

4. Lýðheilsustefna (2019100079)

Auglýst var eftir áhugasömum bæjarbúum til þátttöku í mótun lýðheilsustefnu. Lýðheilsuráð þakkar fyrir umsóknirnar og býður einstaklingana velkomna í hópinn.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. apríl 2020