19. fundur

17.03.2021 08:30

19. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 17. mars 2021 kl. 08:30

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Arnar Páll Guðmundsson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Trausti Arngrímsson, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Menningarstefna Reykjanesbæjar (2019051729)

Menningar og atvinnuráð þakkar fyrir vel unna menningarstefnu og leggur hana fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2. Atvinnuþróunarstefna (2020010477)

Á fundinn mætti Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar og kynnti drög að forsendugreiningu atvinnuþróunarstefnu Reykjanesbæjar.

3. Atvinnuleysistölur (2021010175)

Á fundinn mætti Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar og fór yfir atvinnuleysistölur og lagði fram gögn því til stuðnings.

Fylgigögn:

Staðan á vinnumarkaði - kynning

4. Skapandi sumarstörf (2021010362)

Menningarfulltrúi leggur fram erindi þar sem óskað er eftir stuðningi ráðsins til að fara þess á leit við bæjarráð að aukafjárveiting verði veitt úr bæjarsjóði til að hægt verði að fjármagna verkefnið Skapandi sumarstörf, þar sem ungmennum er gefinn kostur á að starfa að skapandi verkefnum í þágu bæjarbúa í sumar.

Menningar- og atvinnuráð samþykkir erindið og vísar málinu til bæjarráðs.

5. Ljósanótt 2021 (2021030300)

Undirbúningur fyrir Ljósanótt 2021 er hafinn. Vonir eru bundnar við að hátíðina megi halda með eðlilegum hætti, gangi áform um bólusetningar landsmanna eftir, og er undirbúningur miðaður við það. Til vara er unnið með fleiri sviðsmyndir sem gripið verður til í ljósi stöðunnar þegar nær dregur.

6. Listahátíð barna- og ungmenna (2021010172)

Menningar- og atvinnuráð fagnar því að til stendur að halda Barna- og ungmennahátíð dagana 6.- 16. maí n.k. með þátttöku allra skólastiga og stofnana Reykjanesbæjar og sérstökum fjölskyldudegi sunnudaginn 9. maí. Ráðið hvetur stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki að huga sérstaklega að börnum og fjölskyldum þeirra á þessu tímabili og bjóða upp á dagskrá, viðburði, fræðslu, tilboð eða annað sem við á og tengja sig þannig við hátíðina. Menningarfulltrúi veitir nánari upplýsingar um málið.

7. Lánssamningur listaverka (2021030297)

Listasafn Reykjanesbæjar hefur útbúið samning þar sem lántökum er gerð grein fyrir eigin ábyrgð vegna myndverka í vörslu Listasafns Reykjanesbæjar.

Framvegis mun safnið því fara fram á að lántakar skrifi undir samning, þannig að öllum sé ljóst hvaða ábyrgð hvílir á lántökum, vegna láns á myndverki frá Listasafni Reykjanesbæjar.

Menningar- og atvinnuráð samþykkir tillögu að fyrirliggjandi lánasamning.

8. Aðventugarðurinn (2020100172)

Skýrsla um Aðventugarðinn lögð fram. Á árinu 2020 skapaðist einstakt tækifæri til að koma á fót nýjum viðburði, Aðventugarðinum, þegar heimild fékkst til að nýta fjárheimildir sem ætlaðar voru Ljósanótt. Til áratuga höfðu viðburðir á vegum Reykjanesbæjar í aðdraganda jóla verið með svipuðum hætti þegar ljósin voru tendruð á vinabæjartrénu frá Kristiansand og því tími kominn til nýsköpunar á þessu sviði. Fjárheimildir voru nýttar til kaupa á grunnbúnaði svo sem ljósum og sölukofum. Verkefnið tókst afar vel og mikil og almenn ánægja var með það eins og könnun á vefnum Betri Reykjanesbær sýndi með glöggum hætti. Ráðið leggur til að verkefninu Aðventugarðinum verði fram haldið og það fái fastan sess í viðburðadagskrá bæjarins. Þá skal jafnframt minnt á að hér var um frumraun að ræða á tímum þar sem ýmsar takmarkanir giltu. Því ítrekar ráðið að til þess að verkefnið megi byggjast upp og þróast áfram verði að tryggja því fjármagn á þessu ári. Meðal þess sem nauðsynlegt er að ráðast í er varanlegt aðgengi að rafmagni á Ráðhústorgi og í skrúðgarði. Ráðið leggur auk þess til að á næsta ári verði gert ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

9. Listasafn Reykjanesbæjar (2021020542)

Listasafn Reykjanesbæjar hefur það markmið að setja upp metnaðarfullar og frumlegar sýningar í listasölum sínum í Duus safnahúsum. Listasafnið metur mikils að eiga farsælt samstarf við listamenn, sýningarstjóra og aðra sem koma að sýningum og eins vekja athygli á því sem er að gerjast innan listheimsins. Aprílsýning Listasafns Reykjanesbæjar verður unnin í slíku samstarfi þar sem upprennandi sýningarstjórar fá tækifæri til þess að láta ljós sitt skína.

Þann 27. mars 2021 opna nýjar sýningar, bæði í listasal og gamla bátasal, undir stjórn meistaranema í sýningagerð við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Áhersla verður lögð á verk á mörkum myndlistar, tónlistar, sviðslista og kvikmynda þar sem fengist er við víxlverkun líkama og umhverfis eða líkama og samfélags í listsköpun.

Sýningagerð er ný námsleið innan Listaháskóla Íslands og hefur Hanna Styrmisdóttir prófessor treyst safninu til leiða nemendur við sýningarstjórn og uppsetningu. Það er mikilvægt að nemendur á meistarastigi fari út fyrir kennslustofuna og fái að starfa við raunaðstæður á safni. Listasafn Reykjanesbæjar er stolt af því að geta veitt þennan lærdómsvettvang í listasölum sínum og skapað þannig samstarf og samtal við sýningarstjóra framtíðarinnar.

10. Bókasafn Reykjanesbæjar (2021010359)

Tungumálakaffi er nýtt verkefni í Bókasafni Reykjanesbæjar sem verður á dagskrá alla föstudaga frá klukkan 10:00 – 11:00. Sjálfboðaliðar frá Rauða Krossinum koma og spjalla við gesti á íslensku um daginn og veginn og þannig gefst þátttakendum að æfa færni sína í íslensku.

Í Miðju Bókasafnsins eru tveir sýningarkassar með bókamerkjum sem hafa fundist í skiluðum bókum safnsins í áraraðir. Bókamerkin eru af öllu tagi og sjón er sögu ríkari.

Tækifærisgöngur með Nanný frá Bókasafni Reykjanesbæjar hafa vakið mikla lukku meðal gesta safnsins. Gengið er tvisvar í viku frá klukkan 13:30 í um það bil klukkustund. Markmiðið með göngunum er að fá bæjarbúa til heilsueflingar og að rjúfa félagslega einangrun eftir krefjandi tíma í samfélaginu. Nanný byrjar hverja göngu með stuttri kynningu á verkefnum Bókasafnsins, nýjum og gömlum safnkosti og nýjustu fréttum úr safninu.

11. Aðgangseyrir í menningarhús 2021 (2020120191)

Menningar- og atvinnuráð leggur til að enginn aðgangseyrir verði inn á söfn Reykjanesbæjar til 1. september 2021. Staðan verður endurmetin eftir það miðað við þróunina í samfélaginu vegna kórónuveirunnar og atvinnuleysistalna.

Menningar- og atvinnuráð samþykkir erindið og vísar málinu til bæjarráðs.

12. Mælaborð Súlunnar verkefnastofu (2021030231)

Mælaborð Súlunnar lagt fram.

13. Fundargerðir neyðarstjórnar (2021010061)

Fundargerðirnar lagðar fram.

Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar á vef Reykjanesbæjar

14. Menningarsjóður 2021 (2021010178)

Í ár bárust 25 umsóknir í menningarsjóð Reykjanesbæjar, þar af voru 12 umsóknir um þjónustusamninga og 13 umsóknir um verkefnastyrki. Til úthlutunar voru kr. 5.160.000.- Til 12 þjónustusamninga var úthlutað kr. 1.605.000.- Úthlutun var m.a. byggð á grundvelli ársskýrslna fyrir 2020 en í mörgum menningarhópum var starfsemi mjög takmörkuð á síðasta ári vegna Covid 19 en úthlutanir til hópanna þá látnar halda sér að fullu. Til 13 verkefnastyrkja var úthlutað kr. 3.150.000.- sem verða greiddir út að afloknum verkefnum og afhendingu skýrslu þess efnis.

Menningar- og atvinnuráð samþykkir framlag á úthlutun.

15. Þjónustusamningur við menningarhóp - Söngsveitin Víkingarnir (2021030243)

Úthlutun Söngsveitin Víkingarnir kr. 50.000.-

16. Þjónustusamningur við menningarhóp - Norræna félagið í Keflavík (2021030242)

Úthlutun Norræna félagið í Keflavík kr. 50.000.-

17. Þjónustusamningur við menningarhóp - Félag harmonikuunnenda Suðurnes (2021030239)

Úthlutun Félag harmonikuunnenda Suðurnes kr. 50.000.-

18. Þjónustusamningur við menningarhóp - Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum (2021030238)

Úthlutun Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum kr. 50.000.-

19. Þjónustusamningur við menningarhóp - Dansnám slf. (2021020359)

Úthlutun Dansnám slf. kr. 300.000.-

20. Þjónustusamningur við menningarhóp - Sönghópur Suðurnesja (2021020356)

Úthlutun Sönghópur Suðurnesja kr. 50.000.-

21. Þjónustusamningur við menningarhóp - Kvennakór Suðurnesja (2021020350)

Úthlutun Kvennakór Suðurnesja kr. 150.000.-

22. Þjónustusamningur við menningarhóp - Faxi, mánaðarblað (2021020345)

Úthlutun Faxi, mánaðarblað kr. 150.000.-

23. Þjónustusamningur við menningarhóp - Karlakór Keflavíkur (2021020333)

Úthlutun Karlakór Keflavíkur kr. 150.000.-

24. Þjónustusamningur við menningarhóp - Ljósmyndafélagið Ljósop (2021020313)

Úthlutun Ljósmyndafélagið Ljósop kr. 25.000.-

25. Þjónustusamningur við menningarhóp - Leikfélag Keflavíkur (2021020187)

Úthlutun Leikfélag Keflavíkur kr. 500.000.-

26. Þjónustusamningur við menningarhóp - Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ (2021020143)

Úthlutun Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ kr. 80.000.-

27. Verkefnastyrkur til menningarmála - Gunnhildur Þórðardóttir (2021030244)

Úthlutun Gunnhildur Þórðardóttir kr. 700.000.-

28. Verkefnastyrkur til menningarmála - Hringleikur – sirkuslistafélag (2021020360)

Hugleik – sirkusfélagi er þakkað fyrir umsóknina en vegna fjölda umsókna er ekki hægt að verða við úthlutun að þessu sinni.

29. Verkefnastyrkur til menningarmála Menningarfélagið í Höfnum (2021020358)

Úthlutun Menningarfélagið í Höfnum kr. 150.000.-

30. Verkefnastyrkur til menningarmála - Norðuróp, félag (2021020357)

Úthlutun Norðuróp, félag kr. 800.000.-

31. Verkefnastyrkur til menningarmála - Birta Rut Tiasha Sigfúsdóttir (2021020354)

Úthlutun Birta Rut Tiasha Sigfúsdóttir kr. 50.000.-

32. Verkefnastyrkur til menningarmála - Jón Rúnar Hilmarsson (2021020353)

Úthlutun Jón Rúnar Hilmarsson kr. 300.000.-

33. Verkefnastyrkur til menningarmála - Kvennakór Suðurnesja (2021020351)

Úthlutun Kvennakór Suðurnesja kr. 100.000.-

34. Verkefnastyrkur til menningarmála - Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir (2021020347)

Úthlutun Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir kr. 500.000.-

35. Verkefnastyrkur til menningarmála – Elín Pálsdóttir og Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir (2021020346)

Úthlutun Elín Pálsdóttir og Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir kr. 50.000.-

36. Verkefnastyrkur til menningarmála - Seweryn Ernest Chwala (2021020321)

Seweryn Ernest Chwala er þakkað fyrir umsóknina en vegna fjölda umsókna er ekki hægt að verða við úthlutun að þessu sinni.

37. Verkefnastyrkur til menningarmála - Natalia Chwala (2021020320)

Natalia Chwala er þakkað fyrir umsóknina en vegna fjölda umsókna er ekki hægt að verða við úthlutun að þessu sinni.

38. Verkefnastyrkur til menningarmála - Alexandra Chernyshova (2021020306)

Úthlutun Alexandra Chernyshova kr. 200.000.-

39. Verkefnastyrkur til menningarmála - Leikfélag Keflavíkur (2021020188)

Úthlutun Leikfélag Keflavíkur kr. 300.000.-


Samþykkt er að bæta eftirfarandi mál á dagskrá:

40. Melódíur minninga – Sýning í Rokksafni (2021010361)

Rokksafn Íslands í Hljómahöll opnaði nýja sýningu, Melódíur minningana og Jón Kr. Ólafsson þann 7. mars sl. Sýningin fjallar um safn Jóns Kr. á Bíldudal og feril hans sem söngvara. Við opnun sýningarinnar kom fram að Jón Kr. hefur gefið Rokksafni Íslands alla þá muni sem eru á sýningunni sem nú er í Rokksafni Íslands. Í munaskrá eru 160 munir listaðir upp. Á meðal muna eru kjólar af Elly Vilhjálms, Hallbjörgu Ólafsdóttur, Önnu Vilhjálms, jakkaföt af Ragnari Bjarnasyni, Hauki Morthens, Kristjáni Jóhannssyni, gullplötur frá Sálinni hans Jóns míns, ýmsar innrammaðar vínylplötur, ljósmyndir, aðgöngumiðar og margt fleira. Einnig kom fram að fleiri munir frá safni Jóns munu renna til safnsins í framtíðinni. Hljómahöll þakkar Jóni Kr. fyrir traustið sem hann sýnir safninu með svo rausnarlegri gjöf og mun standa vörð um arfleifð þessa.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. apríl 2021.