2. fundur

11.10.2019 08:30

2. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 11. október 2019 kl. 08:30

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Arnar Páll Guðmundsson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Trausti Arngrímsson, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar - verkefnastofu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Kynning á verkefnum Súlunnar (2019090456)

Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðumaður, fór yfir verkefni Súlunnar.

2. Ósk forstöðumanns byggðasafns um launalaust leyfi (2019100106)

Forstöðumaður byggðasafnsins hefur dregið beiðnina til baka og er málið því fellt niður.

3. Forstöðumaður safna (2019100108)

Málinu er frestað.

4. Erindisbréf menningar- og atvinnuráðs (2019090453)

Málinu er frestað til næsta fundar ráðsins.

5. Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2019 (2019090461)

Ráðið ræddi tilnefningar og ákvað verðugan fulltrúa til að hljóta menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2019. Nafn verðlaunahafa verður tilkynnt við afhendingu verðlaunanna við formlega athöfn í Duus Safnahúsum. Dagsetning verður auglýst síðar.

6. Stefna bókasafns (2019100107)

Stefanía Gunnarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar, kynnti framtíðarsýn safnsins.

Fylgigögn:

Bókasafn Reykjanesbæjar - framtíðarsýn 2030

7. Fjárveitingar Geopark sýningar (2019100125)

Árið 2015 var gerður þríhliða samningur milli Markaðsstofu Reykjaness, Reykjanes Geopark og Reykjanesbæjar um rekstur og uppsetningu upplýsingamiðstöðvar (landshlutamiðstöðvar) Reykjaness og gestastofu Reykjanes Geopark í Duushúsum í Reykjanesbæ. Samningurinn var formlega endurnýjaður árið 2016 en síðan þá hefur hann gilt nema að til komi uppsögn af hálfu einhvers hlutaðeigandi.
Ferðamálastofa hefur gefið út að verið sé að endurskoða úthlutun á því fjármagni sem runnið hefur til svokallaðra landshlutamiðstöðva, þar á meðal okkar á Reykjanesi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að úthluta fjármagni til landshlutanna fyrir næsta ár.

8. Fundartími menningar- og atvinnuráðs (2019090457)

Fundir ráðsins verða fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 08:30.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 15. október 2019.