29. fundur

19.01.2022 08:30

29. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 19. janúar 2022, kl. 08:30

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Arnar Páll Guðmundsson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Trausti Arngrímsson, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Skiltahandbók (2022010278)

Menningar- og atvinnuráð fagnar samstarfi sveitarfélaga við mótun skiltahandbókar. Ráðið felur Þórdísi Ósk Helgadóttur að halda áfram vinnu við verkefnið.

2. Menningarsjóður 2022 (2022010276)

Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi mætti á fundinn og lagði til að reglugerð um menningarsjóð yrði endurskoðuð og uppfærð í ljósi breytingar sem áttu sér stað við komu Súlunnar. Hún leggur einnig til að breytingar eigi sér stað sem lagðar voru fyrir og rýnt af menningar- og atvinnuráði. Ákvarðanir varðandi breytingar frestað fram að næsta fundi. Menningarfulltrúa er falið að auglýsa menningarstyrki/þjónustusamninga sem fyrst. Umsóknarfrestur verður til 14. febrúar 2022.

3. Listamaður Reykjanesbæjar 2022-2026 (2022010277)

Menningar- og atvinnuráð vekur athygli á að í lok hvers kjörtímabils er listamaður Reykjanesbæjar útnefndur af bæjarráði samkvæmt reglugerð. Auglýst verður eftir tillögum og hvetur ráðið bæjarbúa til að senda inn rökstuddar tillögur á netfangið sulan@reykjanesbaer.is. Allar listgreinar og öll listform koma til greina.

4. Hátíðir og viðburðir – Safnahelgi á Suðurnesjum (2022010279)

Á fundi menningarfulltrúa sveitarfélaganna á Suðurnesjum var sú ákvörðun tekin í ljósi samkomutakmarkana að fresta Safnahelgi á Suðurnesjum, sem fyrirhuguð var í mars, fram í október.

5. Aðventugarðurinn (2021090523)

Vel tókst til í Aðventugarðinum á aðventunni og margir lögðu hönd á plóg við að skapa skemmtilega stemningu. Hátt í 40 aðilar sóttu um að fá að selja margs konar varning í sölukofum og þrettán ólíkir aðilar/hópar stigu á stokk eða komu fram með fjölbreytt skemmtiatriði. Leikskólar bæjarins settu einnig svip á garðinn með sérstökum leikskólalundi og Húsasmiðjan í Reykjanesbæ og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis styrktu verkefnið með beinum hætti. Menningar- og atvinnuráð færir þakkir öllum þessum aðilum og hvetur einstaklinga, félög og fyrirtæki til að vinna saman að því að efla Aðventugarðinn enn frekar.

6. Þrettándinn 2022 (2021110286)

Ekki reyndist kleift að halda þrettándaskemmtun sem auglýst hafði verið vegna slæmrar veðurspár. Til stóð að fresta dagskránni um nokkra daga en vegna stöðugra umhleypinga í veðri auk vandkvæða í skotbúnaði var tekin ákvörðun um að aflýsa dagskránni.

7. Aðventusvellið (2022010280)

Aðventusvellið var formlega opnað þann 18. desember s.l. og hlaut það afar góðar móttökur. Yfir 1300 manns skautuðu á svellinu yfir hátíðarnar. Svellið verður áfram opið a.m.k. út febrúar og er gengið út frá að opið sé fimmtudaga til sunnudags en jafnframt sé tekið mið af veðri. Allar upplýsingar um svellið má nálgast á vefsíðunni www.adventusvellid.is og þá má fylgjast með tilkynningum og öðrum upplýsingum á Facebook síðunni Aðventusvellið.

8. Norrænt samstarf Listasafn Reykjanesbæjar (2022010298)

Listfræðifélag Íslands, hefur ákveðið að gefa út grein Listasafns Reykjanesbæjar, um Björg Þorsteinsdóttur í tímaritið Myndlist á Íslandi. Greinina ritar Helga Arnbjörg Pálsdóttir, listfræðingur hjá Listasafni Reykjanesbæjar í tilefni opnunar sýningar safnsins á gjöf aðstandenda listakonunnar til Listasafns Reykjanesbæjar.

Listfræðifélag Íslands, hefur einnig valið að senda grein Helgu Arnbjargar í tímarit listfræðinga á norðurlöndum, sem er samstarfsvettvangur Skandinavískra safna og sjálfstætt starfandi listfræðinga á norðurlöndum. Þannig verður grein Helgu sem skrifuð er fyrir Listasafn Reykjanesbæjar þýdd á öllum norðurlanda tungumálum og verður aðgengileg á viðurkenndum söfnum á norðurlöndum.

Menningar- og atvinnuráð fagnar þessu framtaki.

9. Styrkur úr Bókasafnasjóði (2022010318)

Bókasafn Reykjanesbæjar hlaut á dögunum styrk úr Bókasafnasjóði fyrir verkefnið „Heima er þar sem hjartað slær“ en þar er sjónum beint að konum sem koma víðsvegar að úr heiminum og valdeflingu kvenna í fjölmenningarsamfélagi með ferðalagi milli byggðarlaga. Samstarfssöfn okkar eru Dalvíkurbyggð, Ísafjarðarbær, Árborg og Múlaþing. Farið verður með vinnustofur milli landshluta og unnið með upplifun kvenna á hugmyndinni um heimili, þvert á þjóðerni.

Styrkur úr Bókasafnasjóði

Menningar- og atvinnuráð fagnar þessu framtaki.

10. Atvinnumál (2021010176)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar mætti á fundinn og fór yfir ýmis atvinnumál.

11. Atvinnuleysistölur (2021010175)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar mætti á fundinn og fór yfir atvinnuleysistölur.

Atvinnuleysi mældist 9,9% við árslok og hefur verið svipað frá því í ágúst.

Alls voru 1.113 einstaklingar skráðir í atvinnuleit um áramót. Þar af 659 karlar og 464 konur.

Hæst fór atvinnuleysi í 24,9% þegar 2.717 einstaklingar voru skráðir í atvinnuleit í janúar fyrir ári síðan, en atvinnuleysi dróst mikið saman um mitt ár.

Þegar litið er yfir liðið ár, má sjá að langstærsti hluti atvinnulausra komu úr yngri aldurshópum og höfðu starfað við greinar tengdar flugi og ferðaþjónustu. Vonir standa því til þess að við göngum nú um árstíðarbundna lágtíð og atvinnuleysi muni á nýjan leik dragast saman á vormánuðum með aukinni umferð um flugvöllinn.

12. Atvinnuþróunarstefna (2020010477)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar mætti á fundinn og fór yfir stöðu vinnu á atvinnuþróunarstefnu.

13. Mælaborð Súlunnar (2021030231)

Mælaborð Súlunnar lagt fram.

14. Fundargerðir neyðarstjórnar (2022010209)

Fundargerðir neyðarstjórnar lagðar fram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. febrúar 2022.