31. fundur

16.03.2022 08:30

31. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll, 16. mars 2022 kl. 08:30

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Arnar Páll Guðmundsson, Trausti Arngrímsson og Sigrún Inga Ævarsdóttir.

Eydís Hentze Pétursdóttir boðar forföll.

Að auki sátu fundinn Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

Menningar- og atvinnuráð samþykkti að fundargerð sögunefndar Keflavíkur yrði tekin á dagskrá.

1. Markaðsstefnan (2021110284)

Gunnar Víðir Þrastarson verkefnastjóri markaðsmála hjá Reykjanesbæ mætti á fundinn ásamt Kristjáni Schram, Ásu Tryggvadóttur og Írisi Mjöll Gylfadóttur frá Brandr.

Markaðsstefna Reykjanesbæjar er heilstæð markaðsstefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir Reykjanesbæ sem styður við faglega nálgun á öllum markaðsmálum bæjarins. Skoðaðar hafa verið rannsóknir, skýrslur og aðrar greiningar. Framkvæmdar hafa verið vinnustofur og eigindlegar rannsóknir til að afla upplýsinga og innsæis. Gerðar hafa verið greiningar á markaðsefni og samfélagsmiðlanotkun fyrir önnur bæjarfélög sem Reykjanesbær miðar sig við. Lítið var vitað um vörumerkið Reykjanesbær en niðurstöður sýna að við viljum vera leiðandi, framsækin, eftirsóknarverð og alls ekki falla í fjöldann. Niðurstöður gefa sterklega til kynna að það eru tækifæri fyrir Reykjanesbæ að vera leiðandi á landsvísu á ákveðnum sviðum sem eru eftirsóknarverð og markmiðið er að markaðssetja og aðgreina bæjarfélagið með þeim hætti.

2. Atvinnumál (2021010176)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar mætti á fundinn og fór yfir ýmis atvinnumál.

3. Atvinnuleysistölur (2021010175)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar mætti á fundinn og fór yfir atvinnuleysistölur.

Atvinnuleysi í Reykjanesbæ er stöðugt í kringum 10% af áætluðum atvinnumarkaði en 1.139 einstaklingar voru skráðir atvinnulausir um mánaðarmótin janúar/febrúar samkvæmt Vinnumálastofnun. Vonir standa til um aukna atvinnu þegar líða tekur á árið og eru atvinnuauglýsingar vitni um aukin umsvif á svæðinu. Verðbólgutölur í Evrópu og Bandaríkjunum auk hækkandi eldsneytisverðs og stríðsátaka í Úkraínu gefa tilefni til varúðar fremur en bjartsýni um skjótan bata á flugvellinum, sem ræður mestu um fjölda starfa á svæðinu.

4. Menningarsjóður (2022010276)

Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi mætti á fundinn.

Menningar- og atvinnuráð samþykkir endurskoðaðar reglur um Menningarsjóð Reykjanesbæjar.

Alls bárust 24 umsóknir um verkefnastyrki upp á tæpar 19 milljónir króna og 11 menningarhópar sóttu um endurnýjun á þjónustusamningi við sveitarfélagið. Heildarupphæð til úthlutunar úr sjóðnum er kr. 4.890.000. Megin markmið sjóðsins er að styrkja verkefni sem eru líkleg til að efla menningarstarfsemi í Reykjanesbæ. Tólf verkefni hlutu styrk að þessu sinni að upphæð kr. 3.250.000 og kr. 1.640.000 var veitt í þjónustusamninga við starfandi menningarhópa í sveitarfélaginu.

Úthlutanir til þjónustusamninga:

• Eldey, kór eldri borgara (202230375)
- Úthlutun Eldey, kór eldri borgara kr. 70.000.-
• Danskompaní (2022020949)
- Úthlutun Danskompaní kr. 300.000.-
• Norræna félagið (2022020941)
- Úthlutun Norræna félagið kr. 70.000.-
• Sönghópur Suðurnesja (2022020934)
- Úthlutun Sönghópur Suðurnesja kr. 70.000.-
• Söngsveitin Víkingar (2022020932)
- Úthlutun Söngsveitin Víkingar kr. 70.000.-
• Kvennakór Suðurnesja (2022020908)
- Úthlutun Kvennakór Suðurnesja kr. 170.000.-
• Félag harmonikuunnenda á Suðurnesjum (2022020903)
- Úthlutun Félag harmonikuunnenda kr. 70.000.-
• Ljósop, félag áhugaljósmyndara (2022020900)
- Úthlutun Ljósop kr. 70.000.-
• Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ (2022020248)
- Úthlutun Félag myndlistarmanna kr. 80.000.-
• Leikfélag Keflavíkur (2022010520)
- Úthlutun Leikfélag Keflavíkur kr. 500.000.-
• Karlakór Keflavíkur (2022020901)
- Úthlutun Karlakórs Keflavíkur kr. 170.000.-

Úthlutanir verkefnastyrkja:

• Óperustúdíó Norðuróps – Mozart Requiem (2022030376)
- kr. 800.000.-
• Rúnar Þór Guðmundsson – Þrír tenórar - tónleikar (2022030377)
- kr. 150.000.-
• Steinbogi ehf. - Ein elti fugla – stuttmynd (2022030430)
- kr. 200.000.-
• Sigmar Þór Matthíasson – Tónleikar í Bergi (2022020951)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
• Sólmundur Friðriksson – Fast þeir sóttu „showin“ (2022020950)
- kr. 300.000.-
• Brekvirki ehf. – Tónleikar í Bergi og á Hrafnistu (2022020948)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
• Natalia Chwala – Vinnustofur í myndlist fyrir börn af pólskum uppruna (2022020945)
- kr. 300.000.-
• Gunnhildur Þórðardóttir – Myndlistarskóli Reykjanesbæjar (2022020944)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
• Dominika Anna Madajczak – Þýðing heimasíðu Reykjanesbæjar á pólsku (2022020942)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
• Kvennakór Suðurnesja – Vortónleikar - Perlur - hittarar frá 1940 til nútímans (2022020907)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
• Sirkus Ananas – Sirkussýningin Glappakast (2022020902)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
• Alexandra Chernyshova – Nýárstónleikar (2022020896)
- kr. 150.000.-
• Nína Rún Bergsdóttir – Sviðsbardaganámskeið (2022020894)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
• Svanur Gísli Þorkelsson – Ljóð og píanó – (2022020849)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
• Svanur Gísli Þorkelsson - Keflavík er drullutík - Bók (2022020829)
- kr. 300.000.-
• Víkingaheimar ehf. – sýndarveruleiki í Víkingaheimum (2022020548)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
• Kristján Jóhannsson – Kóngarnir karlakvartett – tónleikar (2022020541)
- kr. 150.000.-
• Gunnar Ingi Guðmundsson – upptökur á nýrri tónlist – (2022020540)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
• Gerður Sigurðardóttir – Námskeið hjá Duus handverk – (2022020224)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
• Jón Rúnar Hilmarsson – Heimildamynd og ljósmyndasýning - Eldgosið í Fagradalsfjalli (2022020223)
- kr. 150.000.-
• Fjörheimar – Skapandi smiðjur Vinnuskólans og Fjörheima (2022020624)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
• Brynja Ýr Júlíusdóttir - Söngleikjatónleikar Leikfélags Keflavíkur (2022010555)
- kr. 150.000.-
• Orkustöðin ehf. - Kyrrðarstundir í Reykjanesbæ (2022010525)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
• Jóhanna María Kristinsdóttir - Kennaratónleikar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar (2022010465)
- kr. 600.000.-

Fylgigögn:

Reglugerð um Menningarsjóð Reykjanesbæjar

5. Aðventusvellið (2022010280)

Skýrsla rekstraraðila lögð fram. Menningar- og atvinnuráð þakkar rekstraraðilum fyrir vel unnin störf.

6. Ljósanótt 2022 (2022030346)

Undirbúningur fyrir Ljósanótt 2022 er hafinn og fer hátíðin fram dagana 1.-4. september 2022. Markið er sett á fullbúna hátíð með dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags. Ráðið hvetur alla hagsmunaaðila til að taka höndum saman um að skapa frábæra Ljósanótt 2022. Allir sem luma á góðum hugmyndum eða hafa áhuga á að leggja hátíðinni lið með fjölbreyttum hætti eru hvattir til að setja sig í samband við menningarfulltrúa Reykjanesbæjar.

7. Byggðasafn Reykjanesbæjar – útlánareglur (2022030347)

Breytingar á útlánareglum lagðar fram til samþykkis.

Menningar- og atvinnuráð samþykkir breytingarnar.

Fylgigögn:

Byggðarsafn Reykjanesbæjar - útlánareglur

8. Tilnefning til Íslensku myndlistaverðlaunanna 2022 (2022030352)

Sýning Listasafns Reykjanesbæjar, Tegundagreining eftir Steingrím Eyfjörð, er tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2022.

Í texta dómnefndar um sýninguna segir:

„Sýningin er ein sú stærsta sem Listasafn Reykjanesbæjar hefur sett upp og á hana voru valin saman fjölbreytt verk frá ferli Steingríms ásamt nýjum verkum,“ segir í tilkynningu. „Sýningunni var ætlað að skýra kveikjuna að myndsköpun hans. Fjölbreytileiki verkanna vakti strax eftirtekt, textaverk og teikningar, tréskúlptúrar, málað postulín, vídeóverk og innsetningar sem allt fléttaðist áreynslulaust saman. En Steingrímur á að baki langan listferil og hefur verið afar virkur í íslensku myndlistarlífi allt frá áttunda áratug síðustu aldar og margoft unnið til verðlauna fyrir list sína.“

Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Nýlistasafnið, lánuðu verk eftir Steingrím Eyfjörð á sýninguna ásamt fjölmörgum einkasöfnurum sem lánuðu sýningunni myndverk. Listasafn Reykjanesbæjar þakkar öllum þessum aðilum fyrir samstarfið og þá viljum við einnig minnast sérlega á Hverfisgallerí sem aðstoðaði safnið við gerð sýningarinnar.

Listasafn Reykjanesbæjar gaf út veglega sýningarskrá í tilefni af sýningu Steingríms Eyfjörð, þau sem rita texta eru: Halldór Björn Runólfsson, Aðalsteinn Ingólfsson, Benedikt Hjartarson, Jón Bjarni Atlason og Helga Þórsdóttir. Einnig skrifaði listamaðurinn eigin skýringar á myndverkunum.

Menningar- og atvinnuráð óskar Listasafni Reykjanesbæjar til hamingju með tilnefninguna.

9. Listasafn Reykjanesbæjar (2022030351)

Listasafn Reykjanesbæjar býður í annað sinn meistaranemum á fyrsta ári í sýningagerð við Listaháskóla Íslands að stýra sýningu í safninu. Sýningin Minningar morgundagsins var opnuð laugardaginn 12. mars og stendur til sunnudagsins 24. apríl 2022.

Sýningarstjórar eru Iona Poldervaart, Sara Blöndal og Sunna Dagsdóttir. Sex listamenn taka þátt í sýningunni; Elnaz Mansouri, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Sarah Degenhardt, Sarah Finkle, Victoria Björk og Vikram Pradhan.

Sýningin Minningar morgundagsins er hópsýning sem setur fókusinn á framtíðina og tengslin við sögur, umhverfi og drauma okkar.

Meistaranám í sýningagerð er ný námsleið í myndlistardeild Listaháskóla Íslands sem kennsla hófst við haustið 2020.

Þar er litið á sýningagerð sem sjálfstæða skapandi grein, og fræðigrein, sem einskorðast ekki við myndlist heldur einnig sem leið til að stofna til samtals við önnur svið, kunnáttu og sérfræðiþekkingar. Hanna Styrmisdóttir er prófessor við námsleiðina.

10. Bókasafn Reykjanesbæjar (2022030353)

Hjörtur Magni Sigurðsson, verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags á velferðasviði óskaði eftir samstarfi við Bókasafn Reykjanesbæjar um söfnun á íþróttafatnaði og búnaði þeim tengdum fyrir flóttabörn. Jákvætt var tekið í erindið og hægt er að koma með íþróttabúnað næstu tvær vikur í miðju bókasafnsins.

Öll börn þarfnast umhyggju og tækifæri til þess að vera með og tilheyra hópnum. Mikilvægt er að taka vel á móti og halda utan um börn sem koma til Reykjanesbæjar frá stríðshrjáðum löndum og að þau upplifi sig velkomin. Oftar en ekki koma börnin og fjölskyldur þeirra með ekkert nema fötin utan á sér.

Tilgangur söfnunarinnar er stuðla að því að börnin geti tekið þátt í íþróttum. Biðlað er til bæjarbúa hvort þeir lumi á íþróttafatnaði, skóm, boltum eða einhverju öðru sem gæti nýst börnunum og vilja leggja söfnuninni lið er hægt að koma með hreinan fatnað og búnað í Bókasafn Reykjanesbæjar.

11. Ársskýrslur Súlunnar verkefnastofu (2022020399)

Ársskýrslur Súlunnar verkefnastofu 2021 lagðar fram.

Menningar- og atvinnuráð þakkar vel unnar skýrslur.

12. Mælaborð (2022030348)

Lagt fram.

13. Fundargerð sögunefndar Keflavíkur (2019050831)

Fundargerð sögunefndar Keflavíkur 10. mars 2022 lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð sögunefndar Keflavíkur 10. mars 2022 lögð fram.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. apríl 2022.