32. fundur

27.04.2022 08:30

32. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar haldinn í Hljómahöll 27. apríl 2022 kl. 08:30

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Arnar Páll Guðmundsson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Trausti Arngrímsson og Sigrún Inga Ævarsdóttir.

Að auki sátu fundinn Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu, Betsý Ásta Stefánsdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Ólafur Bergur Ólafsson umsjónarmaður ungmennaráðs og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Markaðsstefnan (2021110284)

Menningar- og atvinnuráð þakkar fyrir vel unnin drög að markaðsstefnu og vísar henni til umsagnar ráða og nefnda.

2. Atvinnumál (2021010176)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar mætti á fundinn og fór yfir ýmis atvinnumál.

3. Atvinnuleysistölur (2021010175)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar mætti á fundinn og fór yfir atvinnuleysistölur.

Atvinnuleysi mældist 8,8% um mánaðarmótin febrúar/mars.

Atvinnuleysið hefur verið í kringum 10% frá því í ágúst, en lækkaði nú loks um 1% á milli mánaða.

Fór hæst í 24,9% um síðastliðin áramót.

Jákvæð áhrif endurheimtar flugfarþega að koma fram og vonir standa til að atvinnuleysi lækki enn frekar í yfirstandandi mánuði. Bókunarstaða og fjöldi flugferða sem áætluð eru frá Keflavíkurflugvelli gefa góð fyrirheit.

4. Barnabókasetur (2022020914)

Stefanía Gunnarsdóttir forstöðumaður bókasafns Reykjanesbæjar mætti á fundinn og fór yfir hugmyndir frá félagi um barnabókasafn um að setja á stofn Barnabókasetur, rannsóknarsetur um íslenska barnamenningu í Reykjanesbæ. Reykjanesbær er ríkur af börnum og barnafólki og gaman væri að geta sett um barnabókasetur. Sigrún Klara Hannesdóttir, prófessor emeritus í upplýsingafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi Landsbókavörður, fyrir hönd Félags um barnabókasafn, nefnir að það sem þarf er stuðningur frá bæjaryfirvöldum um að það sé hugsanlegt að setja upp fræðasetur í Reykjanesbæ. Kostnaður bæjarins væri vegna húsnæðis en ef um rannsóknarsetur á vegum Háskóla Íslands er að ræða er forstöðumaður ráðinn af Háskólanum sem þá greiðir fyrir þá stöðu. Skoðaðir hafa verið nokkrir húsakostir í bænum en margir þurfa lagfæringar.

Menningar- og atvinnuráð tekur jákvætt í vinna verkefnið áfram. Stefaníu Gunnarsdóttur falið að vinna verkefnið áfram.

5. Saga Keflavíkur 1949-1994 (2019050831)

Eva Kristín Dal safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar mætti á fundinn og fór yfir næstu skref við skrif á sögu Keflavíkur. Söguvefur inniheldur þætti úr sögu svæðisins, myndefni, ítarefni og annað sem vakið gæti áhuga notenda. Að setja upp og viðhalda vef er umfangsmikið verkefni. Verkefnið er umfangsmikið og mikilvægt að hafa í huga að vefur er lifandi miðlunarleið og tryggja þarf fjármagn fyrir viðhaldi og uppfærslu hans eftir að hann hefur verið opnaður.

Erindi vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023.

6. BAUN - Barna- og ungmennahátíð Reykjanesbæjar (2022020913)

BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ hefst 28. apríl og stendur til 8. maí. Á hátíðinni eru börn, ungmenni og fjölskyldur settar í forgang með fjölbreyttum og skemmtilegum hætti. Markmið hátíðarinnar eru m.a. þau að:

• Að auka lífsgæði og vellíðan barna og íbúa Reykjanesbæjar
• Að skapa vettvang fyrir börn og fjölskyldur til virkrar þátttöku í samfélaginu

Sérstöku BAUNabréfi er dreift til allra leikskólabarna í Reykjanesbæ og grunnskólabarna upp í 7. bekk en bréfið er vegvísir að fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum alla hátíðina. Allar upplýsingar um dagskrá og viðburði hátíðarinnar er að finna á vefsíðunni www.visitreykjanesbaer.is og einnig má fylgjast með gangi mála á Facebook síðunni Baun, barna- og ungmennahátíð.

Ráðið hvetur íbúa til virkrar þátttöku í BAUNinni.

Fylgigögn:

Dagskrá

Baunabréf 2022

7. Viðhald og framkvæmdir 2023 (2022040591)

Lagður var fram listi yfir viðhaldsþarfir á húsnæðum menningarstarfs bæjarins ásamt lista yfir fyrirhugaðar framkvæmdir.

8. Gjafir til listasafns Reykjanesbæjar (2022040535)

Fyrir breytingar á eignarhaldi Íslandsbanka á síðasta ári var tekin ákvörðun um að gefa til valinna safna um allt land nokkurn hluta listaverkasafns bankans. Leitað var til Listasafns Íslands um ráðgjöf um þessa ráðstöfun og nú hefur starfshópur bankans lokið vinnu sinni. Listasafn Reykjanesbæjar eru færð að gjöf tvö verk. Verkin eru Heiða við eldinn eftir Huldu Hákon og verk án heitis eftir Jóhannes Kjarval. Menningar- og atvinnuráð þakkar fyrir rausnarlegar gjafir.

9. Mælaborð (2022030348)

Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður fór yfir mælaborð fyrir febrúar mánuð.

10. Upplýsingaöryggisstefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2022021198)

Drög að upplýsingaöryggisstefnu Reykjanesbæjar lögð fram. Bæjarráð óskar eftir umsögn um stefnuna.

Menningar- og atvinnuráð lýsir yfir ánægju með upplýsingaöryggisstefnuna og gerir ekki athugasemd við stefnuna.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundargerð fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. maí 2022.