34. fundur

15.06.2022 08:30

34. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar haldinn í Gömlu búð 15. júní 2022 kl. 08:30

Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Sverrir Bergmann Magnússon, Eva Stefánsdóttir, Eydís Hentze Pétursdóttir og Birgitta Rún Birgisdóttir.

Að auki sátu fundinn Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Skipting embætta í menningar- og atvinnuráði (2022060216)

Menningar- og atvinnuráð tilnefnir Trausta Arngrímsson sem formann ráðsins.

Eydís Hentze Pétursdóttir var kjörin varaformaður ráðsins.

Sverrir Bergmann Magnússon var kjörinn ritari ráðsins.

2. Erindisbréf menningar- og atvinnuráðs (2022060217)

Erindisbréf menningar- og atvinnuráðs lagt fram til kynningar.

3. Siðareglur kjörinna fulltrúa (2022060218)

Siðareglur kjörinna fulltrúa lagðar fram.

4. Kynning á verkefnum og starfssviði menningar- og atvinnuráðs (2022060232)

Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu fór yfir kynningu á verkefnum og starfssviði menningar- og atvinnuráðs.

5. Atvinnumál (2021010176)

Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar mætti á fundinn og fór yfir ýmis atvinnumál.

6. Hátíðardagskrá 17. júní 2022 (2022050379)

Dagskrá 17. júní lögð fram. Þjóðhátíðardegi Íslendinga verður fagnað í Reykjanesbæ með hátíðardagskrá sem fram fer í skrúðgarðinum í Keflavík og skemmtidagskrá sem verður haldin í fjórum hverfum bæjarins. Kvöldskemmtun fyrir ungmenni fer fram í ungmennagarðinum við 88 húsið.

Fánahylling: Eygló Alexandersdóttir, fyrrum deildarstjóri hjá Reykjanesbæ.

Setningarávarp: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs

Ávarp fjallkonu: Bryndís María Kjartansdóttir, nýstúdent

Ræðumaður dagsins: Albert Albertsson, verkfræðingur hjá HS Orku

Útnefning listamanns Reykjanesbæjar

Ráðið þakkar öllum þeim aðilum sem koma að undirbúningi og framkvæmd 17. júní og hvetur íbúa til þátttöku.

Fylgigögn:

Dagskrá 17. júní 2022

7. Baun í Reykjanesbæ (2022020913)

Skýrsla lögð fram.

BAUN, barna- og ungmennahátíð fór fram dagana 28. apríl – 8. maí sl. Sérstakt BAUNabréf var afhent öllum börnum á leikskólaaldri sem og börnum í 1.- 7. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar. Það innihélt 23 verkefni/viðburði/þrautir fyrir fjölskyldur að taka þátt í. Mikil og almenn þátttaka var í hátíðinni og 5.300 gestir heimsóttu Duus Safnahús á meðan á hátíðinni stóð. Hátíð sem þessi krefst samvinnu margra stofnana Reykjanesbæjar og aðkoma félagasamtaka í bænum er mjög mikilvæg. Að lokinni hátíðinni var viðhorfskönnun sett í loftið og bárust á annað hundrað svör. Almenn ánægja var meðal barna og foreldra með hátíðina. Tæplega 80% þeirra barna sem svarað var fyrir tóku þátt í fjórum eða fleiri viðburðum. Yfir 90% svarenda voru mjög eða frekar ánægðir með að hafa BAUNabréfið til að leiða sig í gegnum hátíðina. Spurt var um ánægju barnanna með þátttöku í hátíðinni og voru 94% mjög eða frekar ánægð. Spurt var hversu ánægt fullorðna fólkið sem svaraði könnuninni hefði verið með hátíðina og voru yfir 90% mjög eða fr
ekar ánægðir.

8. Mælaborð (2022030348)

Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu fór yfir mælaborð fyrir maí.

9. Saga Keflavíkur 1949-1994 (2019050831)

Menningar- og atvinnuráð óskar íbúum bæjarins og þeim sem komu að skrifum bókarinnar Sögu Keflavíkur 1949-1994 til hamingju með útgáfu hennar. Í bókinni sem rituð er af Árna Daníel Júlíussyni fjallar um þróun meðalstórs kaupstaðar við Faxaflóa í fullmótaðan nútímalegan bæ. Í þessu fjórða bindi af sögu Keflavíkur er fjallað um tímabilið frá því að bærinn varð sjálfstætt bæjarfélag þar til hann sameinaðist Njarðvík og Höfnum og úr varð sveitarfélagið Reykjanesbær árið 1994. Bókin er til sölu á heimasíðu útgáfunnar bjartur.is, í öllum verslunum Eymundsson, verslun Forlagsins, Bókabúð Sölku, Bóksölu stúdenta og í Bókakaffinu á Selfossi.

 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. júní 2022.