42. fundur

28.03.2023 13:15

42. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12 28. mars 2023, kl. 13:15

Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Eva Stefánsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.

Eydís Hentze Pétursdóttir boðaði forföll, Guðný Birna Guðmundsdóttir sat fundinn.

Að auki sátu fundinn Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Hljómahöll (2023020577)

Tómas Young framkvæmdastjóri Hljómahallar mætti á fundinn og fór yfir kostnað vegna fyrirhugaðrar vinnu við mótun framtíðarsýnar Hljómahallar.

Máli frestað.

2. Menningarkort (2022110445)

Tómas Young framkvæmdastjóri Hljómahallar mætti á fundinn og kynnti fyrirhugað stafrænt menningarkort fyrir söfn Reykjanesbæjar.

Menningar- og atvinnuráð fagnar þessari þróun og hvetur bæjarbúa og ferðamenn til að nýta sér þennan nýja valmöguleika.

3. Markaðsstefna Reykjanesbæjar (2021110284)

Menningar-og atvinnuráð þakkar fyrir vel unna markaðsstefnu og vísa henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

4. Þjónustukönnun Gallup 2023 (2023030559)

Máli frestað.

5. Menningarsjóður 2023 (2023010516)

Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi fór yfir umsóknir sem bárust í menningarsjóð.

Alls bárust 23 umsóknir um verkefnastyrki upp á tæpar 13 milljónir króna og 11 menningarhópar sóttu um endurnýjun á þjónustusamningi við sveitarfélagið. Megin markmið sjóðsins er að styrkja verkefni sem eru líkleg til að efla menningarstarfsemi í Reykjanesbæ. Tíu verkefni hlutu styrk að þessu sinni að upphæð kr. 2.720.000 og kr. 2.200.000 var veitt í þjónustusamninga við 11 starfandi menningarhópa í sveitarfélaginu.

Úthlutanir til þjónustusamninga:

Eldey, kór eldri borgara (2023030610)
- Úthlutun kr. 100.000.-
Danskompaní (2023020411)
- Úthlutun kr. 300.000.-
Norræna félagið (2023020247)
- Úthlutun kr. 100.000.-
Kvennakór Suðurnesja (2023020396)
- Úthlutun kr. 300.000.-
Félag harmonikuunnenda á Suðurnesjum (2023030609)
- Úthlutun kr. 100.000.-
Ljósop, félag áhugaljósmyndara (2023020398)
- Úthlutun kr. 100.000.-
Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ (2023020402)
- Úthlutun kr. 50.000.-
Leikfélag Keflavíkur (2023020063)
- Úthlutun kr. 500.000.-
Karlakór Keflavíkur (2023030611)
- Úthlutun kr. 300.000.-
Faxi, málfundafélag (2023020397)
- Úthlutun kr. 150.000.-
Söngskóli Alexöndru (2023020243)
- Úthlutun kr. 200.000.-

Úthlutanir verkefnastyrkja:

Keilir – Keilishlaðvarp (2023030612)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
Keilir – Heimsókn á Ásbrú, opið hús (2023030612)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
Elma Rún Kristinsdóttir – fjölskyldusöngleikur (2023030613)
- kr. 350.000.-
Adam Dereszkiewicz – Colour my Art (2023020410)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
Adam Dereszkiewicz – Single Piece of Robe (2023020409)
- kr. 150.000.-
Linnea Ida-Maria Falck - Lithological Scorescapes (2023020408)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
Pétur Oddbergur Heimisson – Sönghópurinn Olga Vocal Ensemble (2023020407)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
Konstantín Shcherbak– Tónleikar/ördansiball með Fjaðrafok (202302405)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
Alexandra Chernyshova – Nýárstónleikar sjónvarpsþáttur (2023020404)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
Kvennakór Suðurnesja – Vortónleikar (2023020399)
- kr. 200.000.-
Weronika Maria Naskrecka – Meet your Neighbor - vinnustofur (2023020383)
- kr. 150.000.-
Marína Ósk Þórólfsdóttir – Tónleikar með perlum úr Reykjanesbæ (2023020361)
- kr. 300.000.-
Norræna félagið í Reykjanesbæ – Þrír viðburðir í samstarfið við Bókasafn Reykjanesbæjar (2023020246)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
Seweryn Ernest Chwala – Veggmynd tengd sögu Reykjanesbæjar (2023020225)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
Natalia Chwala – Vinnustofur í myndlist fyrir börn af pólskum uppruna (2023020224)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
Norðuróp óperustúdíó – Sálumessa Verdi í Hljómahöll (2023020222)
- kr. 800.000.-
Michael Richardt Petersen – Lifandi tónlistargjörningur (2023020216)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
Guðmundur R. Lúðvíksson – Yfirlitssýning - myndlist (2023020110)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
Guðmundur R. Lúðvíksson – Útgáfa á teikningum - Víkurspaug (2023020109)
- Beiðni hafnað að þessu sinni.
Jón Rúnar Hilmarsson – Óður til Reykjanes - kvikmynd (2023020065)
- kr. 200.000.-
Örvar Þór Kristjánsson – Dansað á línunni – uppistand (2023010575)
- kr. 300.000.-
Fiðlu- og hörpustrengir Laufeyjar Sigurðardóttur og Elísabetar Waage – Tónleikar fyrir eldri borgara á Suðurnesjum (2023020406)
- kr. 270.000.-

6. Ljósanótt 2023 (2023030560)

Undirbúningur fyrir Ljósanótt 2023 er hafinn og fer hátíðin fram dagana 31. ágúst til 3. september 2023. Ráðið hvetur alla hagsmunaaðila til að taka höndum saman um að skapa frábæra Ljósanótt 2023. Allir sem luma á góðum hugmyndum eða hafa áhuga á að leggja hátíðinni lið með fjölbreyttum hætti eru hvattir til að setja sig í samband við menningarfulltrúa Reykjanesbæjar.

7. Listasafn Reykjanesbæjar (2023030561)

a. Í byrjun árs 2023 var ákveðið að gera rannsókn á safnkosti Listasafns Reykjanesbæjar: Hver eru tengsl verka í safnkosti við Suðurnesin? Þann 30. janúar samanstóð safneign Listasafnsins af 1562 verkum. Af þeim voru: 1031 verk eftir listamann sem var fæddur, uppalinn, ættaður eða íbúi á Suðurnesjum, eða 66% af safnkosti (nánari útlistun má sjá í ársskýrslu Listasafnsins). 18 verk gefin af íbúa á Suðurnesjum, en verkin tengdust svæðinu ekki, eða 1,15% af safnkosti. 83 verk voru tengd Suðurnesjum í gegnum efnistök eða tengsl listamanns við svæðið, eða 5,31%.

b. Sýningin UNDIRLJÓMI/INFRA-GLOW opnaði í Listasafni Reykjanesbæjar 11. mars sl. og mun standa til 16. apríl 2023 en hún er samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og Listaháskóla Íslands. Sýningarstjórar eru Daria Testoedova, Elise Bergonzi og Hannah Zander sem allar stunda meistaranám í sýningagerð við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Á sýningunni eiga stefnumót listamennirnir Carissa Baktay, Claire Paugam, Claudia Hausfeld, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Iða Brá Ingadóttir, Hye Joung Park og Þórdís Erla Zoëga og er m.a. fjallað um áhrif nærumhverfisins og breytileika þess á innri upplifun og tjáningu.

Sýningin Divine Love opnaði í Listasafni Reykjanesbæjar 18. mars í bíósal Duus Safnahúsa, í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum. Á sýningunni eru verk eftir Sigrúnu Úlfarsdóttur sem hefur unnið við fata-, leður- og skartgripahönnun, bæði fyrir eigið fyrirtæki, Divine Love, og eins stór tískufyrirtæki, meðal annars Karl Lagerfeld, Hervé Léger, Balmain og Swarovski. Sýningin er sett upp í samstarfi við menningarfulltrúa Reykjanesbæjar og mun standa til 16. apríl 2023.

c. Fjórða listasmiðjan í nýstofnuðum krakkaklúbbi Listasafns Reykjanesbæjar var haldin á Safnahelgi á Suðurnesjum. Listamaðurinn Iða Brá Ingadóttir tók á móti yfir 50 börnum auk þess sem barnahorn Listasafnsins var þétt setið á sama tíma. Listasafnið hefur tileinkað rými í anddyri safnsins undir listastarf barna. Listasmiðjur krakkaklúbbsins munu halda áfram einu sinni í mánuði fram á vor. Þær eru fjölbreyttar og kenndar af nýjum listamanni í hvert skipti.

8. Byggðasafn Reykjanesbæjar (2023020580)

a. Byggðasafn Reykjanesbæjar og Þjóðminjasafn Íslands safna frásögnum um varnarliðið á Miðnesheiði og áhrif þess á líf og störf Íslendinga. Markmiðið er að safna heimildum um persónulega upplifun fólks.

Útbúnar hafa verið fjórar spurningaskrár. Þrjár eru á íslensku og fjalla um vinnuna á Vellinum, menningaráhrif og hernaðarandstöðu. Sú fjórða er á ensku og er ætluð hermönnum og fjölskyldum þeirra sem dvöldu á Íslandi.

Þau sem hafa áhuga geta tekið þátt í verkefninu og svarað einni eða fleiri spurningaskrám á netinu. Spurningaskrárnar verða opnar í eitt ár. Allir landsmenn eru hvattir til að taka þátt enda hafði vera hersins áhrif víða. Spurningaskrárnar er hægt að nálgast í gegnum menningarsögulega gagnasafnið Sarp. 

Verkefnið hefur nú þegar hlotið mikla athygli og fengið umfjöllun í Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Víkurfréttum, í Morgunvaktinni á Rás 1 og Síðdegisútvarpinu á Rás 2.

b. Byggðasafn Reykjanesbæjar og Byggðasafnið á Garðskaga standa fyrir námskeiði um varðveislu ljósmynda þriðjudaginn 28. mars. Námskeiðið er ætlað starfsfólki safna og öðrum sem vinna að varðveislu menningararfsins. Kristín Halla Baldvinsdóttir, sérfræðingur í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni og Þórir Ingvarsson, forvörður við sama safn, hafa umsjón með námskeiðinu. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Byggðasafns Reykjanesbæjar.

Síðar sama dag standa söfnin fyrir opnum fræðslufyrirlestri fyrir almenning um sama málefni. Farið verður yfir helstu atriði sem hafa ber í huga varðandi varðveislu á gömlum ljósmyndum. Fyrirlesturinn fer fram í Bíósal Duus safnahúsa þriðjudaginn 28. mars kl. 17. Aðgangur er ókeypis.

Námskeiðið og fyrirlesturinn eru fyrst í röð fjögurra viðburða sem Byggðasafn Reykjanesbæjar og Byggðasafnið á Garðskaga standa fyrir. Viðfangsefni hinna þriggja viðburðanna verða:

• Varðveisla skipa og báta
• Hverju á að safna? Söfnunaráætlanir og grisjun
• Lausafundir – hvað skal gera?

9. Bókasafn Reykjanesbæjar 2023 (2023030562)

a. Á dögunum var opnuð ný sýning í Átthagastofu bókasafnsins um tónlistargoðið Elvis Presley „Konung rokksins“. Á sýningunni eru skemmtilegir munir og fatnaður frá tímabili rokkarans. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins. Fjallað var um sýninguna í Kastljósi RÚV og hefst umfjöllun þeirra á 09.37 mínútu.

Með því að smella hér má skoða þátt Kastljósins á RÚV

b. Einn vinsælasti menningarviðburður Bókasafnsins er Erlingskvöld sem fer fram fimmtudagskvöldið 30. mars nk. kl. 20.00. Erlingskvöld er haldið til heiðurs fyrrum bæjarlistarmanni Keflavíkur, Erlingi Jónssyni. Rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir, Óskar Magnússon og Pedro Gunnlaugur Garcia lesa úr verkum sínum auk þess sem Djasshljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilar nokkur lög. Erlingskvöld er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

10. Safnahelgi á Suðurnesjum 2023 (2023020575)

Safnahelgi á Suðurnesjum fór fram 18.-19. mars sl. Markmiðið með helginni er að kynna fyrir íbúum og landsmönnum hin fjölbreyttu söfn og sýningar sem sveitarfélögin á Suðurnesjum bjóða upp á. Söfn Reykjanesbæjar tóku virkan þátt í Safnahelginni og buðu upp á skemmtilega dagskrá í tilefni hennar. Yfir 1000 manns lögðu leið sína í Duus safnahús þessa helgi og margt fólk var einnig í Rokksafni Íslands og bókasafni Reykjanesbæjar. Þá fengu tveir hópar á eigin vegum einnig aðstoð frá Reykjanesbæ til þátttöku í Safnahelgi; stríðsminjasafnarar og hópur víkinga og vöktu báðar sýningar mikla athygli og drógu að sér mikinn fjölda gesta.

Ráðið færir öllum þessum aðilum þakkir fyrir sitt framlag á Safnahelgi á Suðurnesjum.

11. Fundargerðir Reykjanes jarðvangs (2023030200)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 68. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 

Fundargerð 69. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 

12. Mælaborð þjónustu- og menningarsviðs (2023030563)

Máli frestað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. apríl 2023.