47. fundur

22.09.2023 08:30

47. fundur menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 22. september 2023, kl. 08:30

Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Sverrir Bergmann Magnússon, Elfa Hrund Guttormsdóttir og Birgitta Rún Birgisdóttir.

Að auki sátu fundinn Þórdís Ósk Helgadóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Eydís Hentze Pétursdóttir boðaði forföll. Elfa Hrund Guttormsdóttir sat fundinn fyrir hana.

Eva Stefánsdóttir boðaði forföll.

1. Þjónusta og þróun (2023010511)

Ingi Þór Ingibergsson og Elvar Ágúst Ólafsson kerfisstjórar mættu á fundinn og fóru yfir verkefni tölvuþjónustu.

2. Fjárhagsáætlun 2024 (2023080020)

Þórdís Ósk Helgadóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs fór yfir fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2024.

3. Ferðamálastefna Reykjanesbæjar (2023090556)

Menningar- og þjónusturáð fór yfir ferðamálastefnu sveitarfélagsins. Tími er kominn á endurskoðun stefnunnar. Málið verður unnið áfram og tekið fyrir aftur á næsta fundi.

Fylgigögn:

Ferðamálastefna Reykjanesbæjar

4. Sýnileiki Reykjanesbæjar - merkingar (2023090563)

Menningar- og þjónusturáð fór yfir bókun minnihluta frá bæjarstjórnarfundi þann 5. september um aukinn sýnileika Reykjanesbæjar út á við. Ráðið tekur undir umræðuna og heldur áfram að vinna í málinu.

5. Storð - stuttmyndagerð - beiðni um styrk (2023090501)

Menningar- og þjónusturáð fór yfir styrkbeiðni og felur Guðlaugu Maríu Lewis menningarfulltrúa að vinna málið áfram.

6. Varðveisluhúsnæði 2023 (2022030093)

Viljayfirlýsing um mögulegt nýtt varðveisluhúsnæði lögð fram til kynningar. Menningar- og þjónusturáð fagnar áformunum og um leið aukinni uppbyggingu á Ásbrú.

7. Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2023 (2023090555)

Menningar- og þjónusturáð felur Guðlaugu Maríu Lewis menningarfulltrúa að auglýsa eftir tillögum að verðugum handhafa menningarverðlauna Reykjanesbæjar 2023.

8. Ljósanótt 2023 (2023030560)

Ljósanótt var haldin í 22. sinn dagana 31. ágúst til 3. september. Undirbúningur fyrir hátíðina gekk vel og voru ríflega 120 viðburðir skráðir á nýjan vef Ljósanætur. Tæplega 80 þúsund heimsóttu vefinn og því ljóst að mikill áhugi er fyrir hátíðinni. Afar slæm veðurspá setti vissulega mark sitt á hátíðina og þurfti að grípa til vararáðstafana varðandi ýmsa dagskrárliði en á endanum fór það svo að nær allir viðburðir fóru fram samkvæmt dagskrá með ýmsum breytingum. Mikil þátttaka var á laugardagskvöldi þegar dagskráin náði hápunkti sínum og er talið að 15-20 þúsund manns hafi þá verið á hátíðarsvæðinu í ágætis veðri. Mikill fjöldi fólks kemur að því að láta Ljósanótt verða að veruleika og í ár voru aðstæður einstaklega krefjandi. Ráðið færir öllum þeim aðilum sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar þakkir fyrir vel unnin störf. Sömuleiðis eru styrktaraðilum færðar sérstakar þakkir en án þeirra væri ekki hægt að halda hátíðina með jafn myndarlegum hætti og gert er. Þá eru íbúum og gestum sem létu hvorki veður né vind stöðva sig einnig færðar þakkir fyrir sitt framlag í að halda frábæra Ljósanótt árið 2023.

9. Listaskóli barna 2023 (2023090564)

Skýrsla lögð fram.

10. Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar 2023 (2023060135)

Menningarstofnanir Reykjanesbæjar taka fullan þátt í heilsu- og forvarnarviku, 25. september til 1. október, enda sterk tengsl á milli menningariðkunar af margvíslegu tagi og bættrar heilsu.

Í Bókasafni Reykjanesbæjar verður boðið upp á krakkajóga með Sibbu og notalega sögustund með Höllu Karen auk þess sem þar fer fram heilsufarsskoðun á vegum Samtakahópsins og Brunavarna Suðurnesja.

Byggðasafn Reykjanesbæjar býður upp á tvær gæðastundir í hádeginu þar sem gestum er annars vegar boðið í leiðsögn um sýningarnar Ásjóna og Hér sit ég og sauma og hins vegar um sýninguna Eins manns rusl er annars gull.

Listasafn Reykjanesbæjar býður upp á listamanna- og sýningarstjóraspjall um sýningu Snorra Ásmundssonar Boðflennu.

Íbúar eru hvattir til að nýta þessa viðburði til að auðga andann og hreinsa hugann í nærandi og skemmtilegu umhverfi Duus safnahúsa og bókasafnsins. Ókeypis aðgangur er á viðburðina.

11. Mælaborð þjónustu- og menningarsviðs (2023030563)

Þórdís Ósk Helgadóttir fór yfir mælaborð menningar- og þjónustusviðs.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. október 2023.