48. fundur

27.10.2023 08:30

48. fundur menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar var haldinn í Stapaskóla þann 27. október 2023 kl. 08:30

Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Gunnar Jón Ólafsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.

Að auki sátu fundinn Þórdís Ósk Helgadóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Eva Stefánsdóttir boðaði forföll og sat Gunnar Jón Ólafsson fundinn í hennar stað.
Eydís Hentze Pétursdóttir boðaði forföll og sat Guðný Birna Guðmundsdóttir fundinn í hennar stað.

1. Ljósop - kynning (2023100411)

Anna María Írisardóttir frá Ljósopi, félagi áhugaljósmyndara mætti á fundinn og kynnti starfsemi félagsins og verkefni framundan. Félagið leitar eftir húsnæði til þess að viðhalda starfsemi félagsins eftir að þau misstu aðstöðu sína í Vatnsneshúsinu.

Menningarfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

2. Félag myndlistarmanna - kynning á starfsemi (2023100412)

Hermann Árnason og Ögmundur Sæmundsson frá Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ mættu á fundinn og kynntu starfsemi sína og verkefni framundan. Félagið er með aðstöðu í Svarta pakkhúsinu og þarfnast húsnæðið mikils viðhalds.

Menningar- og þjónusturáð felur sviðsstjóra menningar- og þjónustusviðs að leggja fram minnisblað um viðhaldsþörf á Svarta pakkhúsinu til að báðar hæðir verði nothæfar.

3. Duus handverk (2023100416)

Petrína Sigurðardóttir og Steinunn Guðnadóttir frá handverkshópnum Duus handverk mættu á fundinn og kynntu starfið. Hópurinn leitar að nýrri aðstöðu undir starfsemi sína.

Menningarfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

4. Farskóli safnmanna í Amsterdam 2023 (2023100417)

Eva Kristín Dal forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar sagði frá og kynnti námsferð Félags íslenskra safna og safnafólks til Amsterdam 13.-16. október sl. en fimm fulltrúar úr Reykjanesbæ; tveir frá byggðasafni, tveir frá listasafni og menningarfulltrúi, fóru í þá ferð. Hópurinn heimsótti 20 söfn og fékk kynningu á hverjum stað um starfsemina. Mikill metnaður er í safnastarfsemi í Hollandi og augljós stuðningur við hana sem m.a. sést á því hve stór hluti þeirra safna sem voru heimsótt hafa nýlega gengið í gegnum miklar endurbætur til að svara kröfum nútímans og eru hin glæsilegustu. Þá er mikill fjöldi sérfræðinga sem vinnur að afmörkuðum verkefnum við hvert safn, auk almenns starfsfólks og sjálfboðaliða. Þess má t.d. geta að á Rijksmuseum í Amsterdam voru þrír sem sinntu fræðslustarfi árið 2008 en þeir eru nú um 80 talsins. Þá var áberandi að öll söfn gera ráð fyrir börnum, fjölskyldum og öðrum hópum og var athyglisvert að sjá að t.d. stórfyrirtæki eins og Playmo og Disney voru í samstarfi við söfn. Rekstrarform safnanna er með svipuðum hætti og á Íslandi, söfnin eru almennt ríkisrekin eða rekin af sveitarfélögum. Fulltrúar Reykjanesbæjar vilja undirstrika að mikið virði býr í safnastarfinu í Reykjanesbæ og að þau eiga gríðarlega mikið inni sem mikilvægt er að geta skilað enn betur til almennings. Til þess þurfa söfnin skilyrðislausan stuðning eigenda sinna og hvetur hópurinn bæjaryfirvöld til að sameinast um það verkefni.

Fylgigögn:

Farskóli safnafólks til Amsterdam - kynning

5. Menningarverðlaun Reykjanesbæjar (2023090555)

Ráðið ræddi tilnefningar og ákvað verðugan fulltrúa til að hljóta menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2023. Nafn verðlaunahafa verður afhjúpað í nóvember með sérstökum viðburði.

6. Greiningarvinna á menningarhúsum (2022110463)

Farið var yfir greiningu á stöðu menningarhúsa í sveitarfélaginu. Sviðsstjóra menningar- og þjónustusviðs er falið að leggja fram minnisblað um framtíðarsýn fyrir Fischershúsið á næsta fundi ráðsins.

7. Storð - stuttmyndagerð - beiðni um styrk (2023090501)

Beiðni um styrk hafnað en menningar- og þjónusturáð minnir á að hægt er að sækja um styrk úr menningarsjóði Reykjanesbæjar.

8. Fjárhagsáætlun 2024 (2023080020)

Málinu frestað.

9. Ferðamálastefna Reykjanesbæjar (2023090556)

Farið var yfir næstu skref við vinnu á ferðamálastefnu Reykjanesbæjar. Sviðsstjóra menningar- og þjónustusviðs er falið að hefja vinnu við stefnuna.

10. Aðventugarðurinn 2023 (2023100410)

Undirbúningur fyrir Aðventugarðinn og Aðventusvellið er kominn af stað. Markmiðið með Aðventugarðinum er að lýsa upp svartasta skammdegið og skapa góða og notalega stemningu fyrir jólabörn á öllum aldri á aðventunni. Aðventugarðurinn verður opinn frá kl. 14-17 laugardaga og sunnudaga í desember og frá kl. 18-21 á Þorláksmessu. Gautaborg ehf., rekstraraðili Aðventusvellsins, stefnir á opnun þess um miðjan nóvember. Nú er opið fyrir umsóknir um sölukofa og skemmtidagskrá til 13. nóvember og eru allir áhugasamir hvattir til að sækja um. Ráðið hvetur handverksfólk og hugmyndaríka einstaklinga til að sækja um að koma fram í Aðventugarðinum og íbúa til að gera sér glaðan dag á aðventunni og heimsækja fallega Aðventugarðinn.

11. Ljósanótt 2023 (2023030560)

Málinu frestað.

12. Viðburðir í Duus safnahúsum (2023100418)

Duus safnahús tóku þátt í Óperudögum í október en Óperudagar eru 11 daga óperuhátíð og ein af borgarhátíðum Reykjavíkurborgar frá 2023-2025. Hátíðin er vettvangur klassískra söngvara og samstarfsfólks þeirra sem vilja í sameiningu og samstarfi efla og styrkja óperu-, söng- og tónlistarleikhússenuna á Íslandi. Í Bíósal Duus safnahúsa var boðið upp á tvær sýningar á ungbarnaóperunni Hjartasöngur þar sem áhorfendur voru á aldrinum 0-2,5 ára ásamt foreldrum. Í sýningunni var áhorfendum boðið í ferðalag inn í blíðan og rólegan skynjunarheim. Börnin gátu kannað umhverfi sitt á öruggan hátt meðan tónlistin hljómaði í kring og stórir og dúnmjúkir koddar og önnur notaleg og ullarkennd efni umkringdu rýmið. Verkefnið var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni, Barnamenningarsjóði og Reykjanesbæ og var áhorfendum að kostnaðarlausu. Það voru 33 ung börn og 35 fullorðnir sem nutu þessarar einstöku sýningar danska óperuhópsins sem flutti verkið.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. nóvember 2023.