56. fundur menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 30. ágúst 2024, kl. 08:30
Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Elfa Hrund Guttormsdóttir, Eva Stefánsdóttir og Hjörtur Magnús Guðbjartsson.
Að auki sátu fundinn Halldóra Guðrún Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Sóley Guðjónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Sverrir Bergmann Magnússon boðaði forföll. Hjörtur Magnús Guðbjartsson sat fundinn í hans stað.
1. Fjárhagsáætlun 2025 - kynningar á áherslum næsta árs (2024050440)
Aron Þór Guðmundsson vefstjóri, Helga Þórsdóttir safnstjóri Listasafnsins, Eva Kristín Dal forstöðumaður Byggðasafnsins, Áslaug Þ. Guðjónsdóttir Luther deildarstjóri þjónustu
og þróunar, Tómas Viktor Young framkvæmdastjóri Hljómahallar, Stefanía Gunnarsdóttir forstöðumaður bókasafnsins og Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi mættu á fundinn og kynntu áherslur sínar fyrir árið 2025 og verkefni sem taka þarf afstöðu til í yfirstandandi fjárhagsáætlunargerð menningar- og þjónustusviðs.
Menningar- og þjónusturáð telur mikilvægt að fjármagn verði tryggt í menningar- og þjónustumál í fjárhagsáætlun og mun fara yfir helstu áherslur með fulltrúum sem koma að
fjárhagsáætlunarvinnunni.
2. Ljósanótt 2024 (2024030442)
Drög að dagskrá Ljósanætur lögð fram. Undirbúningur er á lokametrunum og gengur vel. Allir hefðbundnir viðburðir eru á sínum stað og sérstök dagskrá í tilefni af 30 ára afmæli
Reykjanesbæjar. Einnig eru fjölbreyttir viðburðir á vegum einstaklinga, félaga og fyrirtækja. Um 110 viðburðir hafa þegar verið skráðir á vef Ljósanætur þar sem dagskráin
heldur áfram að taka á sig mynd fram á síðasta dag. Í vikunni var skrifað undir samninga við aðalstyrktaraðila Ljósanætur en þeir eru Landsbankinn, Skólamatur, BUS4U, KEF
Keflavíkurflugvöllur, Bakað og Málningarþjónusta JRJ en um 70 styrktaraðilar styðja við Ljósanótt í ár.
Menningar- og þjónusturáð færir þeim bestu þakkir fyrir framlag sitt við að auðga bæjarlífið og gera Ljósanótt að glæsilegri menningar- og fjölskylduhátíð.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. september 2024.