57. fundur menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 27. september 2024 kl. 08:30
Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Adam Maciej Calicki, Elfa Hrund Guttormsdóttir, Eva Stefánsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.
Að auki sátu fundinn Halldóra Guðrún Jónsdóttir, sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi, Sóley Guðjónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Birgitta Rún Birgisdóttir boðaði forföll og sat Adam Maciej Calicki fundinn í hennar stað.
1. Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2024 (2024090667)
Menningar- og þjónusturáð felur menningarfulltrúa að auglýsa eftir tillögum að verðugum handhafa menningarverðlauna Reykjanesbæjar 2024.
2. Safnahelgi á Suðurnesjum 2024 (2024010424)
Söfn, setur og sýningar á Suðurnesjum bjóða upp á sameiginlega dagskrá helgina 25.-27. október 2024 og nefnist þessi árlegi viðburður Safnahelgi á Suðurnesjum. Markmiðið er að kynna fyrir íbúum og landsmönnum hin fjölbreyttu söfn og sýningar sem sveitarfélögin á Suðurnesjum bjóða upp á. Þetta er liður í menningarferðaþjónustu svæðisins. Athygli er vakin á því að ókeypis er inn á öll söfnin af þessu tilefni. Dagskrá verður að finna á vefsíðunni safnahelgi.is. Sveitarfélögin fjögur á Suðurnesjum hafa unnið sameiginlega að undirbúningi dagskrárinnar og er verkefnið stutt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Ráðið hvetur íbúa til að taka virkan þátt í safnahelginni.
3. Lýðheilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar 2024 (2024080331)
Menningarstofnanir Reykjanesbæjar taka fullan þátt í heilsu- og forvarnarviku dagana 30. september til 6. október, enda sterk tengsl á milli menningariðkunar af margvíslegu tagi og bættrar heilsu.
4. Listaskóli barna 2024 (2024090673)
Skýrsla Höllu Karenar Guðjónsdóttur um Listaskóla barna 2024 lögð fram.
Menningar- og þjónusturáð þakkar fyrir skýrsluna og lýsir yfir ánægju með frábært starf í Listaskóla barna.
5. Erindi frá Leikfélagi Keflavíkur (2024090679)
Leikfélag Keflavíkur óskar eftir styrk frá Reykjanesbæ til að endurnýja pallakerfi hússins.
Menningar- og þjónusturáð vísar málinu til vinnu við fjárhagsáætlunargerð.
6. Hugmynd að útilistaverki (2024060080)
Menningar- og þjónusturáð þakkar Guðmundi R. Lúðvíkssyni fyrir kynningu á hugmynd sinni að útilistaverki í Reykjanesbæ. Að fenginni umsögn frá Listasafni Reykjanesbæjar, sem hefur umsjón með útilistaverkum bæjarins, telur menningar- og þjónusturáð að ekki séu réttar forsendur til kaupa á slíku verki að svo stöddu.
7. Staðsetning herþotu á Ásbrú (2024090669)
Eva Kristín Dal forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar mætti á fundinn.
Rætt var um staðsetningu Phantom herþotu byggðasafnsins.
8. Mælaborð menningar- og þjónusturáðs 2024 (2024090668)
Halldóra Guðrún Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs fór yfir mælaborð sviðsins fyrstu 6 mánuði ársins.
9. Stefna um starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum - beiðni um umsögn (2024080039)
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar óskar eftir umsögn um drög að stefnu um starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum, sem er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar.
Formanni menningar- og þjónusturáðs er falið að senda inn umsögn fyrir hönd ráðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. október 2024.