59. fundur

22.11.2024 08:30

59. fundur menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 22. nóvember 2024, kl. 08:30

Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Elfa Hrund Guttormsdóttir, Gunnar Jón Ólafsson og Sverrir Bergmann Magnússon.

Að auki sátu fundinn Halldóra Guðrún Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi, Frosti Kjartan Rúnarsson fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Eva Stefánsdóttir boðaði forföll og sat Gunnar Jón Ólafsson fundinn í hennar stað.

1. Jóladagskrá 2024 (2024110265)

Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi lagði fram jóladagskrá menningarstofnana 2024.

Menningar- og þjónusturáð fagnar fjölbreyttri dagskrá og hvetur bæjarbúa til þátttöku.

Fylgigögn:

Jóladagskrá menningarstofnana 2024

2. Sönghópur Suðurnesja (2024110264)

Menningar- og þjónusturáð óskar Sönghópi Suðurnesja, undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar til hamingju með skemmtilega og vel heppnaða tónleika þar sem flutt voru suðurnesjalög. Tónleikarnir báru yfirskriftina Vetrarkvöld og voru haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju í tilefni 30 ára afmælis Reykjanesbæjar og 20 ára starfsafmælis sönghópsins.

3. Leikfélag Keflavíkur (2024110263)

Menningar- og þjónusturáð óskar Leikfélagi Keflavíkur til hamingju með metnaðarfulla uppfærslu á verkinu Allir á svið eftir Michael Frayn í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar.

4. Óperugala Norðuróps (2024110194)

Menningar- og þjónusturáð óskar óperufélaginu Norðurópi og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar til hamingju með glæsilega og metnaðarfulla gala-óperutónleika sem fram fóru fyrir fullu húsi í Stapa 16. nóvember sl. Tónleikarnir voru haldnir í tilefni 30 ára afmælis Reykjanesbæjar.

5. Málþing á vegum Listasafns Reykjanesbæjar (2024110267)

Að túlka hið ósýnilega: vandinn við málaralistina.

Málþing um myndlist Bjarna Sigurbjörnssonar.

Listasafn Reykjanesbæjar, heldur málþing tileinkað myndlist og aðferðum Bjarna Sigurbjörnssonar, sunnudaginn 24. nóvember, klukkan 13.

Hlynur Helgasson dósent í listfræði við Háskóla Íslands er málshefjandi, aðrir í pallborði eru Sigrún Hrólfsdóttir myndlistamaður og sjálfstætt starfandi fræðimaður og Jón Proppé sjálfstætt starfandi fræðimaður.

Það er von safnsins að sem flestir sjái sér fært að mæta til að eiga góða, upplýsandi og skemmtilega samverustund í Listasafni Reykjanesbæjar.

6. Drög að samþykkt Reykjanesbæjar um götu- og torgsölu (2024090334)

Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir umsögnum nefnda og ráða um drög að samþykkt Reykjanesbæjar um götu- og torgsölu.

Menningar- og þjónusturáð felur Trausta Arngrímssyni formanni að koma athugasemdum ráðsins áleiðis.

7. Drög að samþykkt um skilti í lögsögu Reykjanesbæjar (2019090067)

Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir umsögnum nefnda og ráða um drög að samþykkt um skilti í lögsögu Reykjanesbæjar.

Menningar- og þjónusturáð felur Trausta Arngrímssyni formanni að koma athugasemdum ráðsins áleiðis.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. desember 2024.