- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Elfa Hrund Guttormsdóttir, Eva Stefánsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.
Að auki sátu fundinn Halldóra Guðrún Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi, Sóley Guðjónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri öldrunar- og stuðningsþjónustu og Silja Konráðsdóttir, sérfræðingur í félagsstarfi, mættu á fundinn og kynntu viðburði og félagsstarf fyrir eldri borgara.
Menningar- og þjónusturáð þakkar fyrir góða kynningu og lýsir ánægju sinni með fjölbreytt og gott starf sem í boði er fyrir eldri borgara. Hægt er að nálgast upplýsingar um félagsstarf og viðburði inn á fristundir.is.
Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónusturáðs kynnti mælaborð sviðsins 2024.
Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónusturáðs fór yfir fjölmiðlagreiningu frá Creditinfo fyrir árið 2024.
Menningar- og þjónusturáð lauk afgreiðslu umsókna í menningarsjóð Reykjanesbæjar 2025.
Menningar- og þjónusturáði er falið að koma með tillögur á næsta fundi að ræðumanni dagsins og fánahylli fyrir hátíðardagskrá 17. júní.
Íbúar geta einnig sent inn tillögur á menningarfulltrui@reykjanesbaer.is.
Guðlaug M. Lewis menningarfulltrúi gerði grein fyrir undirbúningi fyrir BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ sem fram fer dagana 2.-11. maí 2025.
Danski sirkusinn Cirkus Flik Flak kemur til landsins í sumar og verður með sýningar á stórhöfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Sýningar hópsins verða opnar fyrir alla fjölskylduna og verður aðgangur ókeypis. Hópurinn leitar til sveitar- og íþróttafélaga um aðstoð vegna gistingar og þess háttar.
Menningar- og þjónusturáð tekur vel í erindið og vísar því áfram til íþrótta- og tómstundaráðs.
Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónusturáðs fór yfir flutninga ráðhúss á Grænásbraut 910. Starfsfólk menningar- og þjónustusviðs sem hafði aðstöðu í Gömlu búð hefur einnig flutt starfsstöðvar sínar í ráðhúsið að Grænásbraut.
Menningar- og þjónusturáð tilnefnir Trausta Arngrímsson og Birgittu Rún Birgisdóttur sem aðalmenn og Sverri Bergmann Magnússon sem varamann í fyrirhugaðan vinnuhóp.
Ársskýrslur menningar- og þjónustusviðs 2024 lagðar fram til kynningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.36. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. apríl 2025.