- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Elfa Hrund Guttormsdóttir, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Gunnar Jón Ólafsson og Sverrir Bergmann Magnússon.
Að auki sátu fundinn Halldóra Guðrún Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Guðlaug M. Lewis menningarfulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Eva Stefánsdóttir boðaði forföll og sat Gunnar Jón Ólafsson fundinn í hennar stað.
Eva Kristín Dal safnstjóri byggðasafnsins mætti á fundinn og kynnti hugmyndavinnu um hvernig skuli halda upp á 50 ára afmæli byggðasafnsins. Hefja þarf undirbúning þeirra verkefna sem verða fyrir valinu.
Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs fór yfir stöðu sviðsins í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2026.
Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs kynnti nýtt götukort sem hefur verið unnið í samstarfi við Mike Hall kortahönnuð og er hugsað fyrir ferðamenn.
Tómas Viktor Young framkvæmdastjóri Hljómahallar mætti á fundinn og fór yfir drög að dagskrá í tilefni 60 ára afmælis Stapa.
Menningar- og þjónusturáð felur menningarfulltrúa að auglýsa eftir tillögum að verðugum handhafa menningarverðlauna Reykjanesbæjar 2025.
Menningar- og þjónusturáð Reykjanesbæjar vill að lokinni vel heppnaðri Ljósanótt færa þakkir öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar; ekki síst starfsfólki Reykjanesbæjar, viðbragðsaðilum, listafólki, félagasamtökum og fyrirtækjum. Ráðið þakkar einnig íbúum og gestum sem nutu hátíðarinnar og tóku þátt í dagskrá hennar. Loks færir ráðið sérstakar þakkir öllum þeim styrktaraðilum sem lögðu sitt af mörkum til að hátíðin gæti orðið jafn glæsileg og raun bar vitni. Sá stuðningur er til vitnis um þá samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækin sýna í verki með það að markmiði að styðja við samfélagið þar sem starfsfólk þeirra býr og starfar.
Menningar- og þjónusturáð vekur athygli á að Safnahelgi á Suðurnesjum fer fram dagana 11.-12. október og hvetur íbúa til að njóta dagskrár helgarinnar sem er öllum að kostnaðarlausu. Safnahelgi er samstarfsverkefni safna, setra og sýninga á Suðurnesjum sem opna dyrnar sínar fyrir íbúum og gestum svæðisins. Upplýsingar er að finna á safnahelgi.is.
Fylgigögn:
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. október 2025.