69. fundur

24.10.2025 08:30

69. fundur menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar var haldinn að Flugvallarbraut 710 þann 24. október 2025 kl. 08:30

Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Elfa Hrund Guttormsdóttir, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Gunnar Jón Ólafsson og Sverrir Bergmann Magnússon.

Að auki sátu fundinn Linda Líf Hinriksdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Halldóra Guðrún Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Guðlaug M. Lewis menningarfulltrúi og Stefanía Gunnarsdóttir ritari.

1. Menningarverðlaunin 2025 (2025090415)

Menningar- og þjónusturáð fór yfir tilnefningar og tók ákvörðun um hver hlýtur Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2025. Nafn verðlaunahafa verður afhjúpað í nóvember með sérstökum viðburði.

2. Aðventugarðurinn 2025 (2025100326)

Undirbúningur fyrir Aðventugarðinn og Aðventusvellið er kominn á fullt skrið. Markmiðið með Aðventugarðinum er að lýsa upp svartasta skammdegið og skapa góða og notalega stemningu fyrir jólabörn á öllum aldri á aðventunni. Aðventugarðurinn opnar fyrstu helgina í desember, þ.e. 6.-7. desember, og verður opið frá kl. 14-17 laugardaga og sunnudaga og frá kl. 18-21 á Þorláksmessu. Gautaborg ehf., rekstraraðili Aðventusvellsins, stefnir á opnun um miðjan nóvember og verður upplýsingar að finna á adventusvellid.is. Nú er opið fyrir umsóknir um sölukofa og skemmtidagskrá til 26. október og eru allir áhugasamir hvattir til að sækja um. Menningar- og þjónusturáð hvetur handverksfólk og hugmyndaríka einstaklinga til að sækja um að koma fram í Aðventugarðinum og íbúa til að gera sér glaðan dag á aðventunni, heimsækja fallega Aðventugarðinn og nýta þjónustu verslana og veitingaaðila í heimabyggð.

3. Markaðsmál - verkefni og áherslur (2025100327)

Kristrún Björgvinsdóttir markaðsfulltrúi Reykjanesbæjar fór yfir skipulag markaðsmála hjá sveitarfélaginu og þau verkefni og áherslur sem hafa verið í forgrunni á árinu. Ráðið lýsir ánægju með aukinn sýnileika og jákvæða umfjöllun um sveitarfélagið.

4. Skipulagsbreytingar og starfsmannamál (2025100330)

Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs fór yfir skipulagsbreytingar á sviðinu en gæðamál voru flutt yfir frá fjármála- og stjórnsýslusviði og nýtt verkefnastjórnunarteymi sett á fót innan menningar- og þjónustusviðs. Þá hefur Guðný Kristín Bjarnadóttir verið ráðin í stöðu forstöðumanns bókasafns Reykjanesbæjar.

5. Saga - kynning og skoðun á varðveisluhúsnæði (2025100329)

Eva Kristín Dal forstöðumaður byggðasafns Reykjanesbæjar kynnti starfsemi og skipulag varðveisluhúsnæðisins Sögu sem var tekið í notkun 2024, og sýndi nefndarmönnum húsakynnin.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. nóvember 2025.