- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Gunnar Jón Ólafsson, Sigurrós Antonsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.
Að auki sátu fundinn Halldóra Guðrún Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Guðlaug M. Lewis menningarfulltrúi og Erna María Svavarsdóttir ritari.
Elfa Hrund Guttormsdóttir boðaði forföll og sat Sigurrós Antonsdóttir fundinn í hennar stað.
Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir gæðastjóri mætti á fundinn og fór yfir verkefni sem hafa verið í gangi í tengslum við gæðamál og gæðahandbók Reykjanesbæjar.
Menningar- og þjónusturáð þakkar greinargóða kynningu.
Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs fór yfir þá styrki sem Reykjanesbær fékk úthlutað úr uppbyggingarsjóði fyrir árið 2026.
Lagt fram.
Fylgigögn:
Úthlutanir úr uppbyggingarsjóði fyrir 2026
Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar, er veitt þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til að auðga mannlíf og menningu samfélagsins með fjölbreyttum hætti. Í ár var hún veitt í tuttugasta og níunda sinn og kom hún í hlut Baldurs Þóris Guðmundssonar fyrir framlag hans til tónlistarlífs og fyrir að halda tónlistararfi og tónlistarsögu bæjarins á lofti.
Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabetu Ásberg og er hún tilvísun í Súluna sem finna má í merki Reykjanesbæjar.
Menningar- og þjónusturáð óskar Baldri innilega til hamingju með viðurkenninguna.
Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs lagði fram jóladagskrá menningarstofnana 2025.
Menningar- og þjónusturáð lýsir ánægju sinni með fjölbreytta viðburðadagskrá framundan og hvetur íbúa til að taka þátt í að skapa skemmtilegar samverustundir á aðventunni.
Fylgigögn:
Jóladagskrá í Reykjanesbæ 2025
Menningar- og þjónusturáð hvetur íbúa til að taka virkan þátt í að senda inn tillögur að jólahúsi og jólafyrirtæki Reykjanesbæjar í laufléttum leik í samstarfi Reykjanesbæjar og Húsasmiðjunnar í desember. Markmiðið með uppátækinu er að vekja athygli á öllum þeim fallegu skreytingum sem íbúar hafa sett upp og geta leynst víða um okkar ört stækkandi bæ. Leikurinn fer fram á vefsíðu Reykjanesbæjar frá 2.-16. desember.
Skýrsla vegna 17. júní lögð fram.
Menningar- og þjónusturáð þakkar greinargóða skýrslu.
Menningar- og þjónusturáð óskar Leikfélagi Keflavíkur til hamingju með metnaðarfulla uppfærslu á Kardemommubænum sem sýnd hefur verið fyrir fullu húsi í Frumleikhúsinu síðastliðnar vikur.
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 3. október 2025 kynnti Aron Heiðar Steinsson veitustjóri drög að stefnu um ljósvist ásamt aðgerðaáætlun fyrir sveitarfélagið. Umhverfis- og skipulagsráð óskar nú eftir umsögn um ljósvistarstefnuna frá menningar- og þjónusturáði.
Menningar- og þjónusturáð mun fara yfir stefnuna og taka málið fyrir á næsta fundi ráðsins.
Ungmennaráð Reykjanesbæjar leggur fram erindi er varða afþreyingu fyrir ungmenni og “Verum örugg” herferð ráðsins.
Erindi frestað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:33.