70. fundur

28.11.2025 08:30

Fundargerð 70. fundar menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar haldinn að Grænásbraut 910 28. nóvember 2025 kl. 08:30

Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Gunnar Jón Ólafsson, Sigurrós Antonsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.
Að auki sátu fundinn Halldóra Guðrún Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Guðlaug M. Lewis menningarfulltrúi og Erna María Svavarsdóttir ritari.
Elfa Hrund Guttormsdóttir boðaði forföll og sat Sigurrós Antonsdóttir fundinn í hennar stað.

1. Gæðamál og ferlar - yfirferð (2025110450)

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir gæðastjóri mætti á fundinn og fór yfir verkefni sem hafa verið í gangi í tengslum við gæðamál og gæðahandbók Reykjanesbæjar.

Menningar- og þjónusturáð þakkar greinargóða kynningu.

2. Uppbyggingarsjóður Suðurnesja - verkefnastyrkir (2025110444)

Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs fór yfir þá styrki sem Reykjanesbær fékk úthlutað úr uppbyggingarsjóði fyrir árið 2026.

Lagt fram.

Fylgigögn:

Úthlutanir úr uppbyggingarsjóði fyrir 2026

3. Menningarverðlaunin 2025 (2025090415)

Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar, er veitt þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til að auðga mannlíf og menningu samfélagsins með fjölbreyttum hætti. Í ár var hún veitt í tuttugasta og níunda sinn og kom hún í hlut Baldurs Þóris Guðmundssonar fyrir framlag hans til tónlistarlífs og fyrir að halda tónlistararfi og tónlistarsögu bæjarins á lofti.

Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabetu Ásberg og er hún tilvísun í Súluna sem finna má í merki Reykjanesbæjar.

Menningar- og þjónusturáð óskar Baldri innilega til hamingju með viðurkenninguna.

4. Jóladagskrá í Reykjanesbæ (2025110445)

Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs lagði fram jóladagskrá menningarstofnana 2025.

Menningar- og þjónusturáð lýsir ánægju sinni með fjölbreytta viðburðadagskrá framundan og hvetur íbúa til að taka þátt í að skapa skemmtilegar samverustundir á aðventunni.

Fylgigögn:

Jóladagskrá í Reykjanesbæ 2025

5. Jólahús og jólafyrirtæki Reykjanesbæjar 2025 (2025110471)

Menningar- og þjónusturáð hvetur íbúa til að taka virkan þátt í að senda inn tillögur að jólahúsi og jólafyrirtæki Reykjanesbæjar í laufléttum leik í samstarfi Reykjanesbæjar og Húsasmiðjunnar í desember. Markmiðið með uppátækinu er að vekja athygli á öllum þeim fallegu skreytingum sem íbúar hafa sett upp og geta leynst víða um okkar ört stækkandi bæ. Leikurinn fer fram á vefsíðu Reykjanesbæjar frá 2.-16. desember.

6. Skýrsla vegna 17. júní 2025 (2025030420)

Skýrsla vegna 17. júní lögð fram.

Menningar- og þjónusturáð þakkar greinargóða skýrslu.

7. Leikfélag Keflavíkur (2025050379)

Menningar- og þjónusturáð óskar Leikfélagi Keflavíkur til hamingju með metnaðarfulla uppfærslu á Kardemommubænum sem sýnd hefur verið fyrir fullu húsi í Frumleikhúsinu síðastliðnar vikur.

8. Stefna um ljósvist í Reykjanesbæ - beiðni um umsögn (2025090508)

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 3. október 2025 kynnti Aron Heiðar Steinsson veitustjóri drög að stefnu um ljósvist ásamt aðgerðaáætlun fyrir sveitarfélagið. Umhverfis- og skipulagsráð óskar nú eftir umsögn um ljósvistarstefnuna frá menningar- og þjónusturáði.

Menningar- og þjónusturáð mun fara yfir stefnuna og taka málið fyrir á næsta fundi ráðsins.

9. Erindi ungmennaráðs til menningar- og þjónusturáðs (2025110454)

Ungmennaráð Reykjanesbæjar leggur fram erindi er varða afþreyingu fyrir ungmenni og “Verum örugg” herferð ráðsins.

Erindi frestað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:33.