72. fundur

23.01.2026 08:30

Fundargerð 72. fundar menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar haldinn að Grænásbraut 910 23. janúar 2026 kl. 08:30

Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Elfa Hrund Guttormsdóttir, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Gunnar Jón Ólafsson og Sverrir Bergmann Magnússon.

Að auki sátu fundinn Linda Líf Hinriksdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Halldóra Guðrún Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Guðlaug M. Lewis menningarfulltrúi og Erna María Svavarsdóttir ritari.

Menningar- og þjónusturáð samþykkir að taka á dagskrá málið Ráðning sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs (2025080466). Fjallað er um málið undir dagskrálið 7.

1. Erindi ungmennaráðs til menningar- og þjónusturáðs (2025110454)

Ólafur Berg Ólafsson verkefnastjóri Fjörheima mætti á fundinn. Ungmennaráð Reykjanesbæjar leggur fram erindi er varða afþreyingu fyrir ungmenni og “Verum örugg” herferð ráðsins.

Menningar- og þjónusturáð þakkar fyrir metnaðarfull verkefni og hvetur ungmennaráð til þess að vinna að því áfram. Ráðið er tilbúið til þátttöku og mikilvægt er að þessu verkefni verði tryggt fjármagn í framtíðinni.

2. Ný Rokksafnssýning (2025100481)

Eva Kristín Dal forstöðumaður Byggðasafnsins og Tómas Young framkvæmdastjóri Hljómahallar mættu á fundinn. Kynntu þau, ásamt Guðlaugu M. Lewis menningarfulltrúa, stöðuna á vinnu við nýja Rokksafnssýningu sem opnar í vor.

3. Listasafn Reykjanesbæjar - bók um verk Ívars Valgarðssonar (2026010401)

Helga Þórsdóttir mætti á fundinn og kynnti útgáfu bókar Listasafns Reykjanesbæjar um feril listamannsins Ívars Valgarðssonar.

Listasafn Reykjanesbæjar gaf út, í desember árið 2025, bók sem tekur til listferils Ívars Valgarðssonar. Bókin heitir Úthaf eftir sýningu þeirri sem listamaðurinn sýndi hjá safninu árið 2025. Hönnun bókarinnar er í anda sýningarinnar og er góð heimild um innsetningu Úthafs.

Sýning Ívars hjá safninu var fyrir listamanninum rómantískt ljóð um staðsetningu og umhverfi safnsins. Þannig voru öll verk sérlega hugsuð fyrir rými safnsins og verða ekki endursýnd í öðru rými. Þannig kallaði sýningin á frekari miðlun og skráningu.

Safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar, hefur ákveðið að hætta útgáfu sýningaskráa með hverri einustu sýningu. Í staðinn verður ein vegleg útgáfa á ári, fáist styrkur í verkefnið. Það er mat safnstjóra á hverju ári hvaða sýningu verður miðlað frekar með útgáfu.

Sýning Ívars var styrkt af Safnasjóði og Myndlistarsjóði.

Útgáfa bóka er skráning, varðveisla, rannsóknir og miðlun, sem er tilgangur safna. Þannig gefa öll listasöfn út sýningaskrár og bækur á hverju ári.

4. Menningarsjóður – opnað fyrir umsóknir (2026010411)

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Menningarsjóðinn og rennur umsóknarfrestur út 9. febrúar nk.

5. Fjölmiðlagreining 2025 (2026010419)

Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs fór yfir fjölmiðlageiningu ársins 2025 frá Creditinfo.

6. Starfsáætlanir menningar- og þjónustusviðs 2026 (2026010349)

Starfsáætlanir menningar- og þjónustusviðs fyrir árið 2026 lagðar fram til kynningar.

7. Ráðning sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs (2025080466)

Menningar- og þjónusturáð óskar Halldóru Guðrúnu Jónsdóttur innilega til hamingju með stöðu sviðsstjóra og óskar henni velfarnaðar í nýju hlutverki. Ráðið lýsir jafnframt trausti til Halldóru Guðrúnar og þeirri reynslu og þekkingu sem hún mun leggja til í starfinu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:17. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. febrúar 2026.