14.01.2016 15:57

105. fundur menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 14. janúar 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 14:00.

Mættir : Eva Björk Sveinsdóttir formaður, Baldur Guðmundsson aðalmaður, Hanna Björk Konráðsdóttir varamaður, Dagný Steinsdóttir aðalmaður, Davíð Örn Óskarsson aðalmaður, Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi og Guðlaug María Lewis fundarritari.


1. Rekstrarsamningur vegna Frumleikhúss 2016 - 2017 (2016010299)
Rekstrarsamningur við LK endurnýjaður

Nýr samningur vegna Frumleikhússins við Leikfélag Keflavíkur var lagður fram og ráðið leggur til að hann verði samþykktur.


2. Rekstrarsamningur vegna Svarta pakkhúss 2016-2017 (2016010311)

Ekki var lagður fram nýr samningur við Félag myndlistarmanna heldur ákveðið að bíða þar til úttekt á kostnaði við nauðsynlegustu viðgerðir við Svarta pakkhúsið kemur frá Umhverfissviði.  


3. Þjónustusamningar við menningarhópa 2016 (2016010303)

Þjónustusamningar við menningarhópa runnu út um áramót og ráðið felur menningarfulltrúa að auglýsa eftir nýjum umsóknum. Ráðið leggur áherslu á að umsókninni fylgi að venju skýrsla um nýtingu fjármagns fyrra árs ef viðkomandi hópur hefur verið á samningi áður. Við sama tækifæri verður auglýst eftir umsóknum í menningartengd verkefni.


4. Drög að dagatali menningarviðburða lagt fram (2016010294)

Menningarfulltrúi kynnti fasta dagskrárliði menningarviðburða á árinu og ljóst er að mikil starfsemi verður bæði á vegum safnanna og menningarskrifstofu. Viðburðadagatal er aðgengilegt  á vef Reykjanesbæjar og eru íbúar hvattir til að láta vita af öllum almennum viðburðum á netfangið vidburdur@reykjanesbaer.is. Ráðið leggur til að aftur verði haldinn íbúafundur vegna Ljósanætur þann 23. febrúar kl. 19:30 í Duus Safnahúsum.


5. Kynning á Safnakorti Reykjanesbæjar (2016010294)

Menningarfulltrúi kynnti menningarkort sem gilda munu inn í Duus Safnahús og Rokksafn Íslands ásamt því að veita afslátt í safnbúðum og á ýmsum menningartengdum viðburðum sem síðar verða kynntir. Gert er ráð fyrir að kortið kosti kr. 3.500 og mun það gilda í ár. Nánar  auglýst síðar hvernig íbúar geti nálgast kortin.  Almennur aðgangseyrir er kr. 1.500 í hvort safn fyrir sig.
            


6. Fundur ferðaþjóna í Reykjanesbæ (2016010294)

Verkefnastjóri ferðamála hjá Reykjanesbæ boðaði til fundar 14. janúar með öllum ferðaþjónum í Reykjanesbæ sem fyrsta skref í undirbúningi að vinnu við gerð sameiginlegrar sýnar  á ferðamál í Reykjanesbæ.  Duus Safnahús og Hljómahöll munu senda fulltrúa á ferðaþjónustukynninguna Mannamót sem haldin verður 21. janúar n.k.


7. Söngvaskáld á Suðurnesjum - styrkbeiðni (2016010370)

Styrkbeiðni barst frá Arnóri B. Vilbergssyni, Dagnýju Gísladóttur og Elmari Þór Haukssyni vegna verkefnisins Söngvaskáld á Suðurnesjum.  Ráðið hefur ákveðið að taka það fyrir með öðrum umsóknum í menningarsjóð í lok febrúar. Sjá bókun við 3. dagskrárlið.


Önnur mál
8. Nýtt dagskrármál (2016010294)

a)  Ársþing safna og safnmanna verður haldið í Hljómahöll 14.-16. september undir stjórn Listasafns Reykjanesbæjar og Byggðasafns Reykjanesbæjar.
  b)  Landsfundur Upplýsingar sem er ráðstefna allra bókasafna á Íslandi verður haldinn í Hljómahöll 29.-30. september undir forystu Bókasafns Reykjanesbæjar.
  c)  Ráðið þakkar fulltrúum Reykjanesbæjar þátttökuna í Útsvari. 
   d)  Listasafn Reykjanesbæjar hefur opnað nýja sýningu í Bíósal Duus Safnahúsa á verkum úr safneigninni sem sýna  íslenskt landslag.
e) Listasafn Reykjanesbæjar stendur fyrir málþingi í tengslum við sýninguna Kvennaveldið sunnudaginn 17. janúar kl. 15:00 í Duus Safnahúsum.
f) Listasafn og Byggðasafn opna nýjar sýningar 6. febrúar í Duus Safnahúsum.

        

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. janúar nk.