106. fundur

24.02.2016 14:40

106. fundur menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 23. febrúar 2016 í  Duus Safnahúsum, kl. 19:00.

Mættir: Eva Björk Sveinsdóttir formaður, Baldur Guðmundsson aðalmaður, Sigrún Inga Ævarsdóttir aðalmaður, Davíð Örn Óskarsson aðalmaður, Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi, Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Guðlaug María Lewis, fundarritari.


1. Umsóknir í menningarsjóð Reykjanesbæjar 2016 (2016010720)

Lagðar voru fram umsóknir sem bárust í Menningarsjóð Reykjanesbæjar í ár en umsóknarfrestur rann út 15. febrúar s.l.  Alls bárust 16 umsóknir hópa um þjónustusamning og 6 umsóknir um sérstök menningarverkefni.  Þeir hópar sem voru með þjónustusamninga á síðasta ári skiluðu einnig inn skýrslum.  Ráðið mun nú fara yfir umsóknirnar og skýrslurnar og skila niðurstöðu í byrjun apríl.


2. Íbúafundur vegna Ljósanætur 2016 (2016020319)

Ráðið auglýsti íbúafund vegna Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar og óskaði eftir umræðu og jafnvel tillögum um framkvæmd Ljósanætur 2016. Skipt var upp í hópa og eftirfarandi spurningar ræddar:

a.  Hvernig getum við aukið þátttöku íbúa?
                Sem gerendur viðburða, kostendur viðburða og njótendur viðburða.
b. Ertu með hugmynd að nýju skipulagi fyrir hátíðina?
               Hve margir dagar, staðsetning í bænum, nýir viðburðir.
c. Fyrir hverja er Ljósanótt?
              Íbúar, gestir, kostnaður, kynningarmál.

Í umræðu hópanna kom fram að sú breyting sem varð á hátíðinni í fyrra þar sem föstudagshátíðarhöld voru minnkuð og kynningarkostnaður lækkaður mæltist vel fyrir. Ýmsar hugmyndir voru ræddar sem menningarráð mun fara betur yfir ásamt framkvæmdaráði Ljósanætur með það í huga að sem flestar af þeim góðu og uppbyggilegu geti komist til framkvæmda miðað við það fjármagn og þann mannskap sem stendur til boða. Ráðið leggur til að setningarathöfn Ljósanætur verði endurskoðuð í samvinnu við fræðsluyfirvöld.


Önnur mál
3. Nýtt dagskrármál (2016010294)

Engin önnur mál voru á dagskrá.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. mars nk.