01.04.2016 09:32

108. fundur menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 31. mars 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 15:00.

Mættir: Eva Björk Sveinsdóttir formaður, Baldur Guðmundsson aðalmaður, Sigrún Inga Ævarsdóttir aðalmaður, Dagný Steinsdóttir aðalmaður, Kristín Gyða Njálsdóttir varamaður, Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Guðlaug María Lewis, fundarritari,

1. Úthlutun úr menningarsjóði Reykjanesbæjar 2016 (2016010720)

Úthlutað var úr Menningarsjóði Reykjanesbæjar kr. 4.900.000 í ár. Ráðið leggur til að gerður verði þjónustusamningur við eftirfarandi félög og þau fái þessa upphæð:

Bryn Ballett akademían kr. 300.000
Danskompaní kr. 300.000
Eldey kr. 150.000
Faxi kr. 150.000
Félag harmonikuunnenda kr. 150.000
Karlakór Keflavíkur kr. 400.000
Kór Keflavíkurkirkju kr. 300.000
Kvennakór Suðurnesja kr. 400.000
Leikfélag Keflavíkur kr. 500.000
Ljósop kr. 150.000
Félag myndlistarmanna kr. 450.000
Norðuróp kr. 350.000
Norræna félagið kr. 100.000
Sönghópur Suðurnesja kr. 150.000
Tónlistarfélag Reykjanesbæjar kr. 300.000

Ráðið leggur einnig til að eftirtalin verkefni verði styrkt:

Söngvaskáld á Suðurnesjum kr. 100.000
Sálumessa kr. 150.000
Harry Potter kr. 100.000
Heima í gamla bænum kr. 250.000
Gargandi gleði kr. 150.000


2. Styrkveiting úr Húsafriðunarsjóði frá Minjastofnun Íslands árið 2016 - Fischershús (2015110414)

Send var inn umsókn frá Reykjanesbæ vegna endurbyggingar Fischershúss og fékkst  ein milljón í áframhaldandi endurgerð þess.


3. Styrkveiting úr Húsafriðunarsjóði frá Minjastofnun Íslands árið 2016 - Gamla búð (2015110413)

Send var inn umsókn frá Reykjanesbæ vegna endurbyggingar  Gömlu búðar en styrkur fékkst ekki.


Önnur mál
4. Nýtt dagskrármál (2016010294)

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. apríl 2016