110. fundur

09.08.2016 00:00

110. fundur menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 9. ágúst 2016 kl. 14:00 að Tjarnargötu 12

Viðstaddir: Baldur Guðmundsson aðalmaður. Davíð Örn Óskarsson aðalmaður, Eva Björk Sveinsdóttir aðalmaður. Sigrún Inga Ævarsdóttir aðalmaður, Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslussvið, Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi og Guðlaug María Lewis fundarritari.

1. Ljósanótt 2016 (2016060090)

Menningarfulltrúi fór yfir stöðu undirbúnings að Ljósanótt og rakti helstu
dagskráratriðin. Undirbúningur er vel á veg kominn og dagskráin í ár verður engu viðaminni en áður.
Ráðið hvetur alla þá sem eru með viðburði á sínum snærum að koma upplýsingum um viðburðina inn
á vef Ljósanætur ljosanott.is sem fyrst þannig að íbúar og gestir geti skipulagt sig og tíma
sinn. Hátíðin verður sett fimmtudaginn 1.september kl. 10.30 við Myllubakkaskóla og síðan rekja
viðburðirnir sig áfram dag frá degi til sunnudagsins 4. september. Ráðið hvetur einnig fyrirtæki til að
taka vel og svara sem fyrst styrkbeiðni Ljósanefndar, margt smátt gerir eitt stórt.

2. Framtíðarskipan menningarmála ( 2016080039)

Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs fór yfir stöðu menningarmála. Málið verður tekið aftur upp á næsta
fundi.

3. Önnur mál

a) Ráðið leggur til að sótt verði um styrk til Minjastofnunar í tengslum við nýjan sjóð sem kallast
„Verndarsvæði í byggð“ og horfir ráðið þá sérstaklega til umhverfisins í kringum Duus Safnahúsin.
b) Ráðið þakkar öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd 17. júní dagskrár í
skrúðgarðinum.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. ágúst 2016.