111. fundur

08.09.2016 00:00

111. fundur Menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 8. september 2016 kl. 14:00.

Viðstaddir: Ásbjörn Jónsson, Baldur Guðmundsson, Dagný Steinsdóttir, Davíð Örn Óskarsson, Eva Björk Sveinsdóttir, Guðlaug María Lewis, Sigrún Inga Ævarsdóttir og Valgerður Guðmundsdóttir.

1. Framtíðarskipan menningarmála - 2016080039
Ráðið leggur til að skoðaðir verði kostir og gallar þess að sameina í eina stofnun menningarmál, markaðs- og kynningarmál, ferðamál og atvinnumál sem yrði staðsett á Duus torfunni með framtíðaruppbyggingu í huga.

2. Önnur mál
a) Menningarráð þakkar öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd Ljósanætur í ár fyrir frábært
starf.
b) Menningarráð leggur til að auglýst verði eftir verðugum fulltrúa til menningarverðlauna Reykjanesbæjar 2016.
c) Ráðið vekur athygli á að safnaráðstefnan, Söfn í sviptivindum samtímans, verður haldin á vegum Listasafns og Byggðasafns Reykjanesbæjar dagana 4. - 16. september í Hljómahöll.
d) Menningarráð leggur til að auglýst verði eftir eftir skemmtilegum hugmyndum að viðburðum í tengslum við jólin.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. september 2016.