113. fundur

10.11.2016 00:00

113. fundur Menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 10. nóvember 2016 kl. 14:00.

Viðstaddir: Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Baldur Guðmundsson, Bjarki Már Viðarsson varamaður, Dagný Steinsdóttir, Davíð Örn Óskarsson, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi og Guðlaug María Lewis sem ritaði fundargerð.

1. Fjárhagsáætlun  (2016100129)

Sviðsstjóri kynnti fjárhagsramma safna og menningarmála næsta árs og ljóst er að nauðsynlegt verður að gæta aðhalds í hvívetna en þó verða flest hefðbundin verkefni í gangi.

 2. Skýrsla Listahátíð barna  (2016110107)

Farið var yfir efni skýrslunnar og hvetur ráðið eindregið til þess að verkefninu verði haldið áfram á næsta ári.

 3. Skýrsla Listaskóla barna  (2016110111)

Farið var yfir efni skýrslunnar og hvetur ráðið eindregið til þess að verkefninu verði haldið áfram á næsta ári.

4. Skýrsla List án landamæra  (2016110109)

Farið var yfir efni skýrslunnar og hvetur ráðið eindregið til þess að verkefninu verði haldið áfram á næsta ári.

5. Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2016  (2016100132)

Arnór B. Vilbergsson organisti við Keflavíkurkirkju hlýtur Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2016.

6. Önnur mál

a)  Ráðið óskar Gyltunum og Leikfélagi Keflavíkur til hamingju með sýninguna Á Stoppistöð.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. nóvember 2016.