10.08.2017 14:00

118. fundur Menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 10. ágúst 2017 kl. 14:00.

Viðstaddir: Baldur Guðmundsson,  Davíð Örn Óskarsson, Guðbjörg Ingimundardóttir, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi og Guðlaug María Lewis sem ritaði fundargerð.

1. Ljósanótt (2017050107)
Menningarfulltrúi kynnti stöðuna á undirbúningi fyrir Ljósanótt sem fram fer dagana 30. ágúst til 3. september n.k..  Undirbúningur gengur vel og auk hefðbundinna atriða s.s.árgangagöngu og stórtónleika á laugardeginum eru bæjarbúar sjálfir að undirbúa eitt og annað til að skemmta sjálfum sér og gestunum.  Ráðið hvetur alla sem verða með viðburði að setja þá sem fyrst inn á vef Ljósanætur ljosanott.is og einnig hvetur ráðið fyrirtæki í bæjarfélaginu til að leggja hátíðinni lið með viðburðum eða fjárframlagi. Þá hvetur ráðið bæjarbúa til að lýsa upp nærumhverfi sitt með hvítum ljósum.

2. Önnur mál (2017010176)
a)  Ráðið leggur til að auglýst verði eftir verðugum fulltrúa til að hljóta menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2017. 
b)  Ráðið þakkar öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd 17. júní í ár.

 Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 22. ágúst 2017.