09.11.2017 00:00

121. fundur Menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 9. nóvember 2017 kl. 14:00.

Viðstaddir: Baldur Guðmundsson, Davíð Örn Óskarsson, Guðbjörg Ingimundardóttir, Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi og Guðlaug María Lewis sem ritaði fundargerð.

1. Menningarverðlaun 2017 (2017100104)
Súluna 2017 fær menningarhópurinn „Með blik í auga“ fyrir framlag sitt til eflingar tónlistar í Reykjanesbæ. Frumkvöðlar og stýrimenn hópsins eru þeir Arnór B. Vilbergsson, Guðbrandur Einarsson og Kristján Jóhannsson.

2. Menningarstefna Reykjanesbæjar (2014100445)
Endurskoðun menningarstefnu Reykjanesbæjar liggur fyrir á næsta ári og hvetur ráðið til að samhliða endurskoðun stefnunnar verði farið í stefnumótun fyrir söfn bæjarins sem öll eiga stór afmæli á árinu; Bókasafnið verður 60 ára, Byggðasafnið 40 ára og Listasafnið 15 ára. Skipaður verður vinnuhópur starfsmanna frá söfnunum.

3. Styrkumsóknir (2017110089)
Alexandra Chernyshova afþakkaði styrk að upphæð kr. 150.000 sem hún hafði fengið úthlutað úr menningarsjóði í vor vegna þess að ekki tókst að koma á fót stúlknakór eins og hún hafði áætlað. Ákveðið var að endurúthluta upphæðinni til eftirfarandi aðila sem sent höfðu inn styrkumsóknir eftir að fyrri úthlutun fór fram:
A) Styrkbeiðni frá Vox Arena, leikfélagi Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ráðið leggur til að hópurinn fái kr. 100.000.
b) Styrkbeiðni frá undirbúningshópi hátíðartónleika í tilefni 500 ára siðbótarafmælis sem haldnir voru í Stapa. Ráðið leggur til að hópurinn fái kr. 50.000.

4. Önnur mál (2017010176)
a) Ráðið þakkar Leikfélagi Keflavíkur fyrir barnasýninguna Dýrin í Hálsaskógi.
b) Ráðið þakkar Hljómahöll fyrir tónleikasyrpuna Trúnó.
c) Ráðið vekur athygli bæjarbúa á nýrri sýningu Listasafns Reykjanesbæjar; Við girðinguna.
d) Ráðið vekur athygli bæjarbúa á nýrri sýningu Byggðasafns Reykjanesbæjar; Reykjanesbær - Verndarsvæði i byggð? og hvetur bæjarbúa til að taka þátt í mótun verkefnisins í Duus Safnahúsum. Ókeypis verður inn á sýninguna fyrir alla áhugasama.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. nóvember 2017.