129. fundur

13.09.2018 00:00

129. fundur Menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn í Ráðhúsi Reykjanesbæjar þann 13. september 2018 kl. 14:00.

Viðstaddir: Kristján Jóhannsson, Þóranna Kristín Jónsdóttir, Linda María Guðmundsdóttir, Sigrún Inga Jónsdóttir, Eydís Hentze, Sigurgestur Guðlaugsson, Valgerður Guðmundsdóttir og Guðlaug María Lewis sem ritaði fundargerð.

1. Mælaborð (2017020113)
Menningarfulltrúi kynnti mælaborð frá 1.janúar til 1.júlí 2018.

2. Endurskoðun menningarstefnu (2018010147)
Ráðið ræddi sínar áherslur í nýrri menningarstefnu. Ákveðið að hver og einn sendi menningarfulltrúa punkta sem unnið verður úr á næsta fundi.

3. Ljósanótt (2018050235)
Hátíðin gekk vonum framar miðað við veðurspá og mikill fjöldi gesta sótti viðburðina. Íbúar taka sífellt meiri þátt í viðburðahaldinu sem gerendur og láta veðrið ekki hafa áhrif á sig. Á næsta ári er 20 ára afmæli Ljósanætur og í tilefni þess leggur ráðið til að kannað verði meðal bæjarbúa viðhorf þeirra til hátíðarinnar. Einnig leggur ráðið til að meira verði lagt í hátíðina að því tilefni og skorar á fyrirtækin í bænum að koma sterk inn í fjáröflun næsta árs. Reynt verður að auka þátttöku íbúa af erlendum uppruna. Ráðið ætlar sér í stefnumótun fyrir hátíðina. Ráðið þakkar öllum þeim sem stóðu að framkvæmd Ljósanætur í ár.

4. Fjárhagsáætlun 2019 (2018090114)
Menningarfulltrúi kynnti ramma fjárhagsáætlunar næsta árs. Fjármagnið er svipað og verið hefur og ljóst að menningarstofnanir bæjarins munu þurfa að halda vel á spöðunum en öll helstu verkefni ættu að rúmast innan áætlunar.

5. Gjaldskrá 2019 (2018090130)
Ráðið ræddi ýmsar leiðir og verður málið tekið aftur upp á næsta fundi.

6. Önnur mál (2018010136)
a) Ráðið felur menningarfulltrúa að auglýsa eftir hugmyndum bæjarbúa að verðugum fulltrúa til menningarverðlauna ársins 2018.
c) Ráðið óskar Bryn Ballett Akademíunni innilega til hamingju með 10 ára starfsafmælið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. september 2018.