135. fundur

08.03.2019 00:00

135. fundur Menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 8. mars 2019 kl. 08:30.

Viðstaddir: Viðstaddir: Kristján Jóhannsson, Þóranna Kristín Jónsdóttir, Linda María Guðmundsdóttir, Eydís Hentze, Valgerður Guðmundsdóttir, Ásbjörn Jónsson og Guðlaug María Lewis sem ritaði fundargerð. Gestir fundarins undir 1. lið voru Eiríkur Páll Jörundsson forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar og Stefanía Gunnarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar

1. Ársskýrslur safnanna (2019030085)

a) Bókasafn Reykjanesbæjar

Fjöldi bæjarbúa fagnaði á 60 ára afmæli bókasafnsins. Afmælissýning safnins í Átthagastofu var metnaðarfull og sýndi þróun bókasafna í árþúsund og framtíð þeirra. Í sumar var aukin umræða um lestur og mikilvægi hans sem leiddi til aukinna útlána á barnabókum. Lestarátök eins og Söguboltaleikurinn sem skipulagt var af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Menntamálastofnun í samstarfi við KSÍ og íslenska karlalandsliðið í fótbolta er góður leikur til þess að fá fleiri til þess að sinna lestrinum heima í sumarfríinu. Jákvæð umræða um lestur skiptir máli og skilar sér í auknum lestri. Hástökkvari ársins er Rafbókasafnið með 55% aukningu útlána. Áfram fjölgar gestakomum á safnið og öflug þátttaka bæjarbúa hefur verið á viðburðum í Bókasafninu. Heildarútlán jukust lítillega á árinu í Bókasafninu. Verulega hefur þrengt að aðstöðu Bókasafns Reykjanesbæjar en brýn þörf er fyrir bættu rými fyrir gesti safnins og starfsmenn þess.

Ráðið þakkar greinargóða skýrslu.

b) Byggðasafn Reykjanesbæjar

Starfsemi Byggðasafnsins litaðist nokkuð af því að safnstjóri til margra ára lét af störfum og nýr tók við 1. apríl. Á árinu fagnaði safnið 40 ára starfsafmæli og voru opnaðar þrjár nýjar sýningar, sumarsýning og afmælissýning safnsins í Gryfjunni og sérsýning um barnavagna í Stofunni, sem vakti mikla athygli. Unnið var markvisst áfram að því að ljósmynda muni og er nú búið að mynda ríflega 70% safnkostsins. Þá hélt safnið utan um fornleifauppgröft á Keflavíkurtúni og hafin var vinna við skráningu húsa og mannvirkja á gamla Pattersonflugvelli. Undirbúningur var unninn að nýrri ljósmyndasýningu í tengslum við afmæli safnsins. Afar brýnt er að fjölga stöðugildum hjá Byggðasafninu, ekki síst til að sinna viðamiklu ljósmyndasafni.

Ráðið þakkar greinargóða skýrslu.

c) Listasafn Reykjanesbæjar

Starfsemi safnsins var með hefðbundnum hætti á 15 ára afmælisárinu og var m.a. fagnað með tveimur sýningum úr safneigninni en safnið á nú 1085 verk. Safnið tók þátt í nokkrum samstarfsverkefnum s.s. 100 ára fullveldishátíð Íslands og árlegri Listahátíð barna, nú í 13. sinn. Safnið setti upp alls 15 sýningar og bauð upp á leiðsagnir, vinnustofur og nemendaheimsóknir í tengslum við þær. Styrkir að upphæð 5.950.000 fengust í ákveðin verkefni frá Safnaráði, Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og Fullveldissjóði. Safninu bárust nokkrar góðar gjafir á árinu og munaði þar helst um 47 verk eftir Ástu Árnadóttur. Brýn nauðsyn er á að fjölga stöðugildum hjá Listasafninu svo safnið geti betur sinnt sínum lögbundnum skyldum sem viðurkennt safn.

Ráðið þakkar greinargóða skýrslu.

2. Úthlutanir úr menningarsjóði Reykjanesbæjar (2019020080)

Kristján Jóhannsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Umsóknir um þjónustusamninga voru 15 og umsóknir um verkefnastyrki voru 10. Til úthlutunar voru 6.000.000 og ákveðið var að úthluta kr. 5.000.000 en geyma kr. 1.000.000 til nota síðar á árinu. Styrkirnir verða greiddir þegar verkefnum er lokið. Annars vegar fóru kr 2.700.000 til þjónustusamninga við menningahópa og hins vegar kr. 2.300.000 í verkefnastyrki.

Menningarráð Reykjanesbæjar fara þess á leit við íþrótta- og tómstundaráð og/eða fræðsluráð að rekstrarstyrkir við dansskólana Danskompaní og Bryn ballet komi framvegis frá þeim. Þar fer fram öflugt og metnaðarfullt tómstundastarf barna og unglinga sem er engu síðra eða frábrugðið viðlíka starfssemi sem styrkt er af íþrótta- og tómstundaráði. Í ljósi þeirrar skörunar sem er milli tómstunda og lista í tilviki dansskólanna þykir okkur eðlilegt að sótt sé um verkefnastyrki til menningaráðs.

Afgreiðslu umsóknar Vinafélags Baldurs frestað.

Umsóknir um þjónustusamning 2019 - Úthlutun 2019

1 Bryn Ballett Akademían - 300.000kr
2 Danskompaní - 300.000kr
3 Eldey - 100.000kr
4 Faxi - 150.000kr
5 Félag harmonikuunnenda - 100.000kr
6 Karlakór Keflavíkur* - 300.000kr
7 Kór Keflavíkurkirkju - 0kr
8 Kvennakór Suðurnesja* - 300.000kr
9 Leikfélag Keflavíkur - 500.000kr
10 Ljósop - 50.000kr
11 Félag myndlistarmanna - 200.000kr
12 Norðuróp - 200.000kr
13 Norræna félagið 100.000kr
14 Sönghópur Suðurnesja* - 200.000kr
15 Söngsveitin Víkingarnir* - 200.000kr

Samtals: 2.700.000kr

Umsóknir um verkefnastyrki 2019 - Úthlutun 2019

1 Söngvaskáld á Suðurnesjum. Dagný Gísladóttir - 150.000kr
2 Vortónleikar kvennakórs Suðurnesja í Stapa - söngdívur - 100.000kr
3 Myndbandsverkefni Danskompanís - 0kr
4 Fiðlarinn á þakinu. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar - 600.000kr
5 Nýárstónleikar. Alexandra Chernyshova og Rúnar Guðmundsson - 200.000kr
6 Með blik í auga. Guðbrandur Einarsson, Kristján Jóhannsson og Arnór Vilbergsson - 600.000kr
7 Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga. Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir - 350.000kr
8 Útgáfa á ljósmyndabók. Jón R. Hilmarsson - 100.000kr
9 Fagleg skoðun á Baldri KE 97. Vinafélag Baldurs KE97 - 0kr
10 Útgáfa tónlistar við kvæði Hallgríms Péturssonar. Hljómsveitin Klassart - 200.000kr

Samtals: 2.300.000kr

* Samningurinn gerir ráð fyrir tónleikum á Ljósanótt auk þess að koma fram við einn annan viðburð á vegum Reykjanesbæjar, eftir óskum frá menningarfulltrúa.

3. Menningarstefna Reykjanesbæjar (2018010147)

Menningarráð Reykjanesbæjar leggur fram Menningarstefnu Reykjanesbæjar dagsetta 8.mars 2019 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4. Önnur mál (2019010150)

a) Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin helgina 9.-10.mars og hvetur ráðið íbúa og gesti til að nýta nú tækifærið og kynna sér söfn og sýningar á svæðinu. Ráðið þakkar undirbúningsaðilum gott starf.

b) Listasafn Reykjanesbæjar fékk í styrkúthlutun frá Safnasjóði Íslands kr.800.000 í rekstrarstyrk og 3.700.000 í verkefnastyrki fyrir árið 2019. Einnig fékk safnið 2.700.000 kr úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja til verkefna fyrir árið 2019. Byggðasafn Reykjanesbæjar fékk 800.000 í rekstrarstyrk frá Safnasjóði og 1.500.000 frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja í verkefnastyrk.

c) Menningarráð Reykjanesbæjar óskar Rokksafninu til hamingju með hvatningarverðlaun Markaðsstofu Reykjaness.

d) Menningarráð óskar Listasafni Reykjanesbæjar til hamingju með opnun sýningar Guðjóns Ketilssonar og hvetur bæjarbúa til að sjá sýninguna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. mars 2019.