10.05.2019 08:30

137. fundur Menningarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12, Súlum þann 10. maí 2019 kl. 08:30

Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir, Kristján Jóhannsson, Linda María Guðmundsdóttir, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Ásbjörn Jónsson og Guðlaug María Lewis sem ritaði fundargerð.

1. Mælaborð (20190501256)

Mælaborð janúar til mars 2019 lagt fram

2. Framkvæmd Ljósanætur 2019 (2019051257)

Ráðið leggur til að umsjón og framkvæmd hátíðarinnar verði á svipuðum nótum og áður og Ljósanefndina skipi starfsmenn af hinum ýmsu sviðum bæjarins en um leið verði mikil áhersla lögð á þátttöku bæjarbúa sjálfra og sérstaklega verði leitað eftir þeirra framlagi. Ráðið hvetur fyrirtæki og félagasamtök til að setja mark sitt á hátíðina með virkum hætti, hvort heldur er með því að leggja til fjármagn eða einstaka viðburði og þar með að gera 20 ára afmæli Ljósanætur að veglegum menningarviðburði. Ráðið samþykkir meðfylgjandi drög að dagskrá.

3. Erindi vinafélags Baldurs KE-97 (2019051264)

Ráðinu bárust ekki umbeðin gögn varðandi erindið. Er því litið svo á að fallið hafi verið frá því.

4. Erindi Duus Handverks (2019051259)

Ráðið lítur svo á að viðhald á fasteignum Reykjanesbæjar falli ekki undir reglur menningarsjóðs og hafnar því erindinu.

4. Önnur mál (2019010150)

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. maí 2019.