20.08.2014 00:00

89. fundur menningarráðs Reykjanesbæjar haldinn 20. ágúst 2014 að Tjarnargata 12, kl: 14:00.

Mættir : Eva Björk Sveinsdóttir formaður, Baldur Guðmundsson ritari, Sigrún Inga Ævarsdóttir aðalmaður, Dagný Steinsdóttir varaformaður, Davíð Örn Óskarsson aðalmaður, Valgerður Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri menningarsviðs og Guðlaug María Lewis sem ritaði fundargerð.

1. Nýtt dagskrármál (2014010159)
Kosning varaformanns og ritara.

Dagný Alda Steinsdóttir var kjörin varaformaður ráðsins.
Baldur Guðmundsson var kjörinn ritari ráðsins.

2. Kynning á verkefnum menningarsviðs (2014080291)
Verkefni menningarsviðs kynnt fyrir nýju menningarráði

Framkvæmdastjóri fór yfir helstu verkefni sviðsins ráðinu til upplýsingar og sköpuðust nokkrar umræður.  Ákveðið var að taka tíma í vetur fyrir endurskoðun menningarstefnu bæjarins en samkvæmt stefnunni, sem samþykkt var 2008, skal hún einmitt endurskoðuð 2014.

3. Undirbúningur Ljósanætur 2014 (2014080292)
Kynning á dagskrá og verkefnum Ljósanætur 2014

Undirbúningur Ljósanætur stendur nú sem hæst og kynnti framkvæmdastjóri helstu dagskráratriði.  Framkvæmd hátíðarinnar er undir stjórn menningarsviðs en flest önnur svið bæjarins koma að undirbúningi. Ráðið lýsir yfir ánægju með metnaðarfulla dagskrá sem styður vel við markmið hátíðarinnar sem „menningar- og fjölskylduhátíð".  Ljósanótt er nú haldin í fimmtánda sinn.

4. Fischershús - umsókn í Húsafriðunarsjóð 2013 (2013110455)
Undirbúningur tillögu til ráðherra að friðlýsingu Fischershúss, Bryggjuhúss, Bíósalar og Gömlu búðar

Ráðið samþykkir skilmála Minjastofnunar Íslands í tengslum við friðun eftirfarandi húsa:  Gömlu búðar, Bryggjuhúss, Bíósalar og Fischershúss.

4. Listasmiðjan lokar (2014080358)

Erindi frá Félagi myndlistarmanna og Kvennakór Suðurnesja vegna breyttra aðstæðna í kjölfar lokunar Listasmiðjunnar á Ásbrú.

Ráðið lýsir áhyggjum sínum vegna lokunar Listasmiðjunnar á Ásbrú.  Þar hafa nokkrir menningarhópar haft aðstöðu en þurfa nú að rýma húsnæðið fyrir 1. október n.k

a) Erindi Félags myndlistarmanna.
Félagið fer fram á að fá afnot af efri hæð Svarta pakkhússins fyrir félagið.

b) Erindi Kvennakór Suðurnesja
Kórinn biður um aðstoð til að finna nýtt æfingahúsnæði.

Ráðið tekur jákvætt í erindi beggja hópanna og felur framkvæmdastjóra að leita leiða til að leysa vandann í samstarfi við hópana.

6.  Önnur mál (2014010159)
a) Ólafur Björnsson útgerðarmaður færði Reykjanesbæ tvær gjafir í tilefni 90 ára afmælis síns.  Hann gaf málverk eftir  Kjartan Guðjónsson og postulínsvasa sem gerður var í tilefni þúsundasta bæjarráðsfundar Keflavíkur.  Ráðið þakkar höfðinglegar gjafir.

b) Ráðið mælir með að Reykjanesbær sendi fulltrúa á Vest Norden ferðakaupstefnuna sem haldin er í Reykjavík dagana 30. september til 1. október.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
___________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. september 2014
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.