91. fundur

09.10.2014 00:00

91. fundur menningarráðs Reykjanesbæjar haldinn 9. október 2014 að Tjarnargata 12, kl: 14:00.

Mættir : Eva Björk Sveinsdóttir formaður, Baldur Guðmundsson aðalmaður, Sigrún Inga Ævarsdóttir aðalmaður, Dagný Steinsdóttir aðalmaður, Davíð Örn Óskarsson aðalmaður, Guðlaug María Lewis fundarritari og Valgerður Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri menningarsviðs.

1. Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2014 (2014100084)
Farið yfir tilnefningar bæjarbúa og ráðið bætir við sínum tillögum.

Farið yfir tilnefningar og ákveðið að afhendingin fari fram 13. nóvember n.k. og þá verður gefið upp hver hlýtur heiðurinn.

2. Fjárhagsáætlun 2015 (2014100085)
Ráðið skoðar fjármagn til menningarmála síðustu 3 árin með þarfir sviðsins fyrir 2015 í huga.

Framkvæmdastjóri kynnti stöðu verkefna samkvæmt Framtíðarsýn til 2015 sem enn er í gildi og fram kom að flest verkefni eru á áætlun en nokkur á undan eða á eftir. Framkvæmdastjóri fór yfir með ráðinu það fjármagn sem farið hefur til menningarmála síðustu þrjú árin og umræða var um þarfir sviðsins fyrir 2015. Ráðið leggur áherslu á að við næstu fjárhagsáætlun verði haft í huga að nægilegt fjármagn fáist til að menningarstofnanir bæjarins,  s.s. söfnin,  geti  sinnt sínum lögbundnu hlutverkum.  Ráðið vill einnig minna á aukið hlutverk þessara stofnana í ferðaþjónustu og er þá einkum vísað til Hljómahallar, Víkingaheima og Duushúsa.  Jafnframt verði hugað að áframhaldandi endurbyggingu sögulegs húsnæðis í bænum s.s. Gömlu búðar og Fischershúss.

3. Starfsáætlun menningarsviðs 2015 (2014100089)
Ráðið skoðar starfsáætlanir sviðsins fyrir 2014 og gerir tillögur að áætlun fyrir 2015.

Ráðið skoðaði starfsáætlanir sviðsins fyrir árið 2014 og  umræður sköpuðust um  verkefni ársins 2015. Ráðið lýsti áhuga á að samsvarandi heildaráætlun yrði unnin fyrir næsta ár þó einstaka verkefni yrðu önnur og einhver breyting á áherslum.

4. Önnur mál (2014010159)
a) Nefndarmenn skrifuðu undir siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjanesbæ.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. október 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.