93. fundur

12.12.2014 11:54

93. fundur menningarráðs Reykjanesbæjar haldinn 11. desember 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 14:00

Mættir : Eva Björk Sveinsdóttir formaður, Baldur Guðmundsson aðalmaður, Sigrún Inga Ævarsdóttir aðalmaður, Davíð Örn Óskarsson aðalmaður, Elínborg Herbertsdóttir varamaður, Valgerður Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri menningarsviðs og Guðlaug María Lewis fundarritari.

1. Fjárhagsáætlun 2015, sóknaráætlun kynnt. (2014100085)
Framkvæmdarstjóri fer yfir stöðu mála.

Framkvæmdastjóri kynnti Sóknaráætlun menningarsviðsins þar sem búið er að setja inn þær tillögur til hagræðingar sem fram hafa komið bæði frá menningarráði, bæjarstjórn og starfsmönnum sviðsins.  Hagræðingin tekur yfir flesta málaflokka sviðsins og talsvert minna fjármagn verður til ýmissa verkefna en áður var og er fjármagn til hátíðarhalda t.d. lækkað um tæpar 11 milljónir.  Athygli skal vakin á að  kostnaður vegna Víkingaheima er nú hluti af fjárhagsáætlun menningarsviðs.  Ráðið er ánægt með að stefnt skuli að því að verja menningarstofnanir bæjarins eins og kostur er.

2. Erindi Karlakórs Keflavíkur vegna Kötlumóts 2015 (2014120150)
Karlakórinn leitar eftir stuðningi Reykjanesbæjar við undirbúning og framkvæmd Kötlumóts, uppskeruhátíðar sunnlenskra kalakóra, í október 2015.

Karlakór Keflavíkur leitar eftir stuðningi menningarráðs vegna undirbúnings og framkvæmdar Kötlumóts 2015. Katla er samband sunnlenskra karlakóra og er Kötlumótið uppskeruhátíð þessara  karlakóra og haldið á 5 ára fresti. Kóramótin fara þannig fram að hver kór um sig heldur sína tónleika á mótsdegi. Um kvöldið koma allir kórfélagar saman í einum kór (allt að 700 félagar) og flytja hátíðardagskrá við undirleik sinfóníuhljómsveitar. Næsta söngmót Kötlu verður haldið 17. október 2015 í Reykjanesbæ undir stjórn Karlakórs Keflavíkur og er ætlunin  að mótið verði helgað tónlist af Suðurnesjum og að tónlistarfólk á Suðurnesjum verði virkjað eins og hægt er til þátttöku í verkefninu. Ráðið ræddi hugmyndir og leiðir til að aðstoða við þetta verkefni og telur að viðburðir af þessu tagi séu til hagsbóta fyrir bæjarfélagið. Því hvetur ráðið til þess að leitað verði allra leiða til að aðstoða við verkefnið.

3. Drög að viðburðadagatali menningarsviðs 2015  (2014120165)
Framkvæmdarstjóri leggur drögin fram til kynningar

Framkvæmdastjóri kynnti drög að viðburðadagskrá menningarsviðsins næsta ár. Hefðbundnar hátíðir verða haldnar þó svo að sumar verði minni í sniðum eða með öðrum hætti en áður.  Fjöldi viðburða er svipaður og verið hefur síðustu árin. Meðal viðburða eru eftirfarandi:

Janúar 
Þrettándaskemmtun við Hafnargötu
Þorrinn í Bryggjuhúsi, nemendaheimsóknir Byggðasafns í Duushús.
Ættfræðispjall á Bókasafninu fyrsta þriðjudag í mánuði
Bókaspjall á Bókasafninu fyrsta þriðjudag í mánuði
Listasafnið, opnun 1. sýningar ársins, nemendaheimsóknir og leiðsögn.
Sýning í Bíósal, verk úr safneign Listasafnsins
Sýning frá Hönnunarsafni Íslands í Gryfjunni. Nemendaheimsóknir, leiðsögn.

Febrúar
Þorrinn - Sýning Byggðasafns á Bókasafni, nemendaheimsóknir í Stekkjarkot
Fræðslufundur Byggðasafnsins
Öskudagur

Mars 
Safnahelgi á Suðurnesjum, ýmsir viðburðir.
Rokksafn Íslands í Hljómahöll, opnun sérsýningar
Listasafnið, opnun 2. sýningar, nemendaheimsóknir og leiðsögn
Skipasmíðar á Íslandi, sýning í Bíósal
Erlingskvöld, bókmenntakvöld Bókasafnsins
Fræðslufundur Byggðasafnsins

Apríl
List án landamæra, ýmsir viðburðir
Fræðslufundur Byggðasafnsins

Maí 
Barnahátíð, listahátíð barna
Nemendaheimsóknir 5. bekkjar í Víkingaheima.
Opið hús í Stekkjarkoti, öll skólastig.

Júní 
Sjómannadagsmessa í Duushúsum
Opnun sýningar Byggðasafnsins í Bíósal, Konur í safninu,
Listasafn, opnun sumarsýningar
17. júní hátíðarhöld
Sumarlestur Bókasafnsins hefst.

September
Ljósanótt, ýmsir viðburðir.
Listasafnið, opnun 4. sýningar ársins, nemendaheimsóknir, leiðsögn.
Keflavíkurkirkja 100 ára, sýning í Bíósal. Byggðasafnið.
Uppskeruhátíð sumarlesturs Bókasafns.

Október
Allir lesa, landsátak í lestri undir stjórn Bókasafnsins.
Hestamannafélagið Máni, afmælissýning í Bíósal - Byggðasafnið.
Fræðslufundur Byggðasafnsins

Nóvember
Listasafnið, opnun 5. sýningar ársins, nemendaheimsóknir, leiðsögn, málþing.
Menningarverðlaun
Norræna bókasafnsvikan á Bókasafninu.
Fræðslufundur Byggðasafnsins
Tendrun á ljósum vinabæjarjólatrés

Desember
Ljósahúsið
Bókakonfekt, Upplestur jólabóka á bókasafninu.
Jólasveinar í Bryggjuhúsi, nemendaheimsóknir á vegum Byggðasafnsins.

Ráðið telur mikilvægt að bjóða upp á svo fjölbreytta menningardagskrá og hvetur bæjarbúa til að kynna sér hana vel og taka virkan þátt í henni. Ráðið hvetur bæjarbúa sem vilja taka þátt í viðburðum ársins að hafa samband við menningarskrifstofu, hvort heldur er með nýjar hugmyndir eða með boðum um beina þátttöku.

4. Næstu viðburðir, nánari útfærsla á þrettándanum og öskudegi. (2014120166)
Ráðið mælir með því að þrettándaskemmtunin verði haldin á hefðbundinn hátt með uppákomu á Hafnargötunni og brennu við Ægisgötu.  Samstarfsaðilar verða að venju: Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Leikfélag Keflavíkur, Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Skátafélagið Heiðabúar og Björgunarsveitin Suðurnes.

Ráðið mælir með því að hætt verði við hina hefðbundnu öskudagsskemmtun í Reykjaneshöll.  Nýjar hugmyndir eru þó vel þegnar og bæjarbúum bent á að hafa samband við menningarskrifstofu í Ráðhúsi.

5. Ljósahúsið og jólaglugginn 2015 (2014120167)
Formaður gerir grein fyrir verkefninu.

Verkefnið Ljósahús Reykjanesbæjar hefur verið í gangi í síðan árið 2001 og er því haldið nú í þrettánda sinn.  Tekið var upp nýtt verklag á síðasta ári í samstarfi við Víkurfréttir og HS Orku.  Þótti það takast vel og ákveðið var að halda því áfram:

Ljósahús Reykjanesbæjar
1. Nefndin: Skipuð er „jólanefnd“ 3ja aðila. Einn frá menningarráði Reykjanesbæjar, einn frá HS Orku og einn frá Víkurfréttum.

2. Forval: Nefndin velur 10 hús í bæjarfélaginu og myndir af þeim öllum birtast í Víkurfréttum (blaði og vef) fimmtudaginn 11. desember.

3. Netkosning: Bæjarbúar kjósa með netkosningu á Vef Víkurfrétta.  Hver og einn velur eitt hús.  Hægt verður að kjósa alla helgina frá kl. 18.00 þann 12. des. til kl. 24.00 þann 14. des.

4. Úrslit:  Niðurstaða kosninganna verður tilkynnt mánudaginn 15. desember kl. 18.00 í Duushúsum og eru allir bæjarbúar velkomnir að vera viðstaddir. Húsið sem flest atkvæði fær verður Ljósahús Reykjanesbæjar og næstu tvö fá líka viðurkenningu. Úrslitin verða síðan birt í Víkurfréttum, bæði í blaði og á vef.

5. Verðlaun: Verðlaunin koma eins og áður frá HS Orku/Veitu og eru inneign á rafmagnsreikning viðkomandi: 1. verðlaun:  30.000, 2. verðlaun 20.000, 3. verðlaun 15.000. Einnig fá verðlaunahafa sérstök viðurkenningarskjöl frá Reykjanesbæ.

Val á jólaglugga Reykjanesbæjar 2014

Sama nefnd „jólanefndin“ velur jólaglugga Reykjanesbæjar og verða úrslitin tilkynnt við sama tækifæri. Veitt verða þrjár viðurkenningar.

Ráðið hvetur bæjarbúa til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni, hvort heldur er í skreytingunum sjálfum eða bara að taka þátt í kosningunni.

6. Önnur mál (2014010159)
a) Ársskýrsla Ljósops, félags áhugaljósmyndara á Suðurnesjum, fyrir árið 2014 var lögð fram. Skýrslan er í formi ljósmyndabókar eins og verið hefur síðustu ár og þakkar ráðið fyrir glæsilega bók. Eitt eintak liggur á Bókasafninu bæjarbúum til kynningar.

b)  Ráðið þakkar þeim kórum bæjarins og öðru tónlistarfólki sem glatt hefur bæjarbúa með jólatónleikum á aðventunni.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. desember 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.