96. fundur

27.02.2015 09:21

96. fundur menningarráðs Reykjanesbæjar haldinn 11. febrúar 2015 í Duushúsum, kl: 19:30

Mættir : Eva Björk Sveinsdóttir formaður, Baldur Guðmundsson aðalmaður, Sigrún Inga Ævarsdóttir aðalmaður, Dagný Steinsdóttir aðalmaður, Davíð Örn Óskarsson aðalmaður, Valgerður Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri menningarsviðs og Guðlaug María Lewis fundarritari.


1. Íbúafundur menningarráðs um Ljósanótt 2015 (2015020185)
Ráðið lýsir ánægju með fundinn og þakkar þeim íbúum sem komu og tóku þátt í umræðum. Fjöldi tillagna kom fram og má lesa helstu niðurstöður á vef Reykjanesbæjar. Mikil jákvæðni í garð Ljósanætur var áberandi í umræðunum og samkomulag um að heildarbygging hátíðarinnar héldi sér.  Fjármagn til hátíðarinnar í ár er lægra en áður og m.a. leituðu fundarmenn leiða til sparnaðar en þó ekki þannig  að helstu dagskrárliðir s.s. árganganga myndu líða.  M.a. var lagt til að á föstudagskvöldinu yrði  lágstemmdari dagskrá en verið hefur og enn frekar reynt að höfða til íbúanna sjálfra með framlag.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. mars 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.