99. fundur

21.05.2015 00:00

99. fundur menningarráðs Reykjanesbæjar haldinn 21. maí 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 14:00

Mættir : Eva Björk Sveinsdóttir formaður, Baldur Guðmundsson aðalmaður, Sigrún Inga Ævarsdóttir aðalmaður, Dagný Steinsdóttir aðalmaður, Kristín Gyða Njálsdóttir varamaður, Valgerður Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri menningarsviðs og Guðlaug María Lewis ritar fundargerð.  Gestir fundarins undir lið 1 voru Kjartan Már Kjartansson og Tómas Young.


1. Hljómahöll (2015010095)
Kjartan Már Kjartansson og Tómas Young gera grein fyrir stöðu Hljómahallar í nýju skipuriti.

Kjartan Már Kjartansson og Tómas Young gerðu grein fyrir breytingum á stjórnskipan Hljómahallar. Sérstök stjórn Hljómahallar hefur verið lögð niður og  fellur Hljómahöllin hér eftir undir menningarráð eins og aðrar menningarstofnanir.

2. Þjónustusamningar við menningarhópa  (2015020177)
Samningar fyrir árið 2015 samþykktir

Reykjanesbær úthlutaði kr. 5.000.000 í menningarstyrki í ár.  Ráðið auglýsti eftir menningarhópum sem áhuga hefðu á þjónustusamningi við Reykjanesbæ og eftir að hafa hitt forsvarsmenn allra umsækjenda leggur ráðið til að gerður verði þjónustusamningar við eftirfarandi félög og þau fái þessa upphæð greidda:

Eldey = 150.000 kr,
Norðuróp = 500.000 kr.
Félag myndlistarmanna = 500.000 kr.
Danskompaní = 350.000 kr.
Félag harmonikkuunnenda = 150.000 kr.
Karlakór Keflavíkur = 500.000 kr.
Kvennakór Suðurnesja = 500.000 kr.
Leikfélag Keflavíkur = 600.000 kr.
Ljósop =150.000 kr.
Norræna félagið 100.000 kr.
Tónlistarfélag Reykjanesbæjar = 500.000 kr.
Faxi = 150.000 kr.
Sönghópur Suðurnesja = 150.000 kr.
Kór Keflavíkurkirkju = 300.000 kr.
Brynballett = 350.000 kr.

3. Sumarsýningar í Duushúsum (2015010095)
Framkvæmdarstjóri gerir grein fyrir næstu sýningum.

Valgerður Guðmundsdóttir gerði grein fyrir þremur nýjum sumarsýningum í Duushúsum.  Listasafnið setur upp tvær sýningar: annars vegar er það sýningin Huldufley sem eru verk eftir Kjarval og sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson og hins vegar textílsýning á listaverkum úr safneigninni ásamt völdu handverki eftir konur af  Suðurnesjum, sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir. Byggðasafnið setur svo upp þriðju sýninguna sem er kynning á sagnakonunni Mörtu Valgerði sem skrifaði bækurnar Keflavík , bær í byrjun aldar.  sýningarstjóri er Sigrún Ásta Jónsdóttir. Tvær síðast nefndu sýningarnar eru einn liður í því að halda upp á 100 ára kosningaafmæli kvenna í ár en það verður gert með ýmsum hætti í Reykjanesbæ.  Ráðið lýsir ánægju með sýningarnar sem fram undan eru og hvetur bæjarbúa til að nýta sér ókeypis aðgang að  Duushúsum, menningar- og listamiðstöð bæjarins.

4. Sjómannadagurinn 2015 (2015010095)
Gerð grein fyrir dagskrá

Dagskrá sjómannadagsins í Reykjanesbæ var lögð fyrir en eins og mörg undanfarin ár verður sjómannamessa og stutt dagskrá í Duushúsum. Ráðið samþykkir dagskrána og hvetur bæjarbúa til að mæta.

5. 17. júní 2015 (2015010095)
Farið yfir dagskrá 17. júní.

Dagskrá 17. júní var lögð fyrir. Hátíðarhöld verða með hefðbundnum hætti í skrúðgarðinum í Keflavík að deginum til en þó lagt meira í alls kyns leiki og aðra fjölskylduskemmtan.  Nöfn fjallkonu, fánahyllis og ræðumanns verða gefin upp síðar eins og venja er.  Unglingaskemmtun verður haldin við 88 húsið um kvöldið eins og í fyrra. Ráðið samþykkir dagskrána.

6. Ljósanótt 2015 (2015010095)
Farið yfir drög að dagskrá

Ráðið ræddi vinnulag við Ljósanótt og lögð voru fram drög að dagskrá. Menningarfulltrúi hefur yfirumsjón með hátíðinni en aðrir í verkefnastjórninni eru sviðsstjóri umhverfissviðs og sviðsstjóri fjársýslusviðs. Starfsfólk allra sviða bæjarins verður kallað til ákveðinna verkefna þegar þörf er á eins og áður og einnig fjölmargir aðrar stofnanir og félagasamtök í bæjarfélaginu.
Dagskrá Ljósanætur verður með líkum hætti  og áður en þó verða einhverjar áherslubreytingar og lagði ráðið fram eftirfarandi drög að dagskrá:
Fimmtudagur: Hefðbundin setning við Myllubakkaskóla með skrúðgöngum og blöðrum.
Myndlistarsýningar opnaðar í Duushúsum og fleiri stöðum.
Sölutjöld sett upp undir stjórn Unglingaráðs körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur
Föstudagur: Létt dagskrá á smábátabryggjunni í Grófinni um kvöldið.
Laugardagur: Árgangaganga að hefðbundnum hætti.
Leiktæki og skemmtidagskrá fyrir börn á Bakkalág.
Tónleikadagskrá í Duushúsum.
Stórtónleikar á útisviðinu á Bakkalág.
Sunnudagur: Tónleikar í Hljómahöll.


Ráðið hvetur fyrirtæki á svæðinu til að koma að fjármögnun  og verða bréf þess eðlis send út fljótlega og einnig hvetur ráðið félagasamtök í bænum til þátttöku með fjölbreytilegum hætti.  Ráðið hvetur alla aðila sem áhuga hafa á að koma að Ljósanótt með einhverjum hætti að hafa samband á netfangið ljosanott@ljosanott.is

7. Listaskóli barna 2015 (2015010095)
Grein gerð fyrir starfsemi Listaskólans í sumar

Listaskóli barna verður rekinn á hefðbundinn hátt í sumar og auglýst tvö námskeið.

8. Önnur mál (2015010095)
a) Ráðið þakkar umsjónaraðilum og þátttakendum í Barnahátíð gott framlag til menningarlífs bæjarbúa. Sérstakar þakkir fá nemendur og starfsfólk leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla bæjarins.
b) Ráðið þakkar umsjónaraðilum og þátttakendum hátíðarinnar Listar án landamæra gott framlag til menningarlífs bæjarbúa.
c) Ráðið þakkar umsjónaraðilum og þátttakendum söngleiksins Líf og friður gott framlag til menningarlífs Reykjanesbæjar.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
___________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. júní 2015.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0