276. fundur

28.11.2014 11:33

276. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar haldinn 28. nóvember 2014 að Skólavegi 1, kl: 08:15.

Mættir : Elín Rós Bjarnadóttir formaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir aðalmaður, Gunnar H Garðarsson aðalmaður, Helga M Finnbjörnsdóttir aðalmaður, Kolbrún Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ragnhildur Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara, Sóley Halla Þórhallsdóttir áheyrnarfulltrúi grunnskólastjórnenda, Katrín Jóna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, FFGÍR áheyrnarfulltrúi foreldra, Styrmir Barkarson áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara Anna Hulda Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra í leikskólum, Guðmunda Lára Guðmundsdóttir grunnskólafulltrúi, Gyða Margrét Arnmundsdóttir deildarstjóri sérfræðiþjónustu og Gylfi J Gylfason fræðslustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.


1. Samræmd próf - normaldreifðar einkunnir (2014110424)
Samræmd könnunarpróf - normaldreifðar einkunnir meðaltal 2008 og fram

Fræðslustjóri kynnti niðurstöður. Niðurstöður góðar á yngsta stigi og miðstigi, greina þarf betur niðurstöður í 10. bekk. Fræðsluráð áréttar mikilvægi þess að áhersla sé lögð á læsi og stærðfræði á unglingastigi. Formaður greindi frá því að ekki verði afhent verðlaun fyrir námsárangur í Víkingaheimum.

2. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar (2014010165)
Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri mætir á fundinn

Haraldur Árni ræddi væntanlega hagræðingu í rekstri tónlistarskólans og lýsti áhyggjum sínum af því að þær gætu haft skaðleg áhrif á starfssemi skólans. Haraldur telur líklegt að stór hluti þeirra kennara sem hafa hingað til fengið greitt fyrir akstur til og frá Reykjanesbæ en fá ekki lengur miðað við fyrirhugaðar aðgerðir hætti störfum. Lagt til að greining fari fram á tónlistarskólanum.

3. Sóknin, hver er staðan? (2014110425)
Sóknaráætlun. Fræðslu- og uppeldismál. Greining og fyrstu aðgerðir.

Fræðslustjóri kynnti tillögur að hagræðingu á FRÆ.

4. Samræmd eineltisáætlun fyrir grunnskóla. (2014010165)
Vinna við áætlunina frestast vegna mannabreytinga á FRÆ.

5. Mannabreytingar á Fræðsluskrifstofu (2014010165)
Allir sálfræðingar hafa sagt upp. Ráðið lýsir yfir áhyggjum yfir ástandinu og þykir mikilvægt að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir.

6. Verknám í grunnskólum (2014010165)
Frestað til næsta fundar.

7. Setning Ljósanætur 2015- Tillaga (2014110426)
Frestað til næsta fundar.

8. Skólastefna Reykjanesbæjar (2014010165)
Frestað til næsta fundar.

9. Bæjarstjóri ávarpar fundinn (2014010165)
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri kom inn á fundinn til að hitta fræðsluráð og óskaði því góðs gengis.

10. Önnur mál (2014010165)
Frestað.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. desember 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.