278. fundur

06.02.2015 11:40

278. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar haldinn 30. janúar 2015 að Skólavegi 1, kl: 08:15

Mættir : Elín Rós Bjarnadóttir formaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir aðalmaður, Helga M Finnbjörnsdóttir aðalmaður, Haraldur Helgason varamaður, Kolbrún Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Guðmunda Lára Guðmundsdóttir grunnskólafulltrúi, Sóley Halla Þórhallsdóttir áheyrnarfulltrúi grunnskólastjórnenda, Katrín Jóna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Styrmir Barkarson áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Anna Hulda Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra í leikskólum, Árdís Hrönn Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara, Gyða Margrét Arnmundsdóttir deildarstjóri sérfræðiþjónustu og Gylfi J Gylfason fræðslustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð. 


1. Skólastefna Reykjanesbæjar (2014100469)
Skólastefna sveitarfélaga - Handbók (slóð)
Slóðir:  Skólastefna Garðs og Garðabæjar
Skólastefna verður endurskoðuð á árinu. Anna Hulda Einarsdóttir, umsjónarmaður Fjölskylduseturs verður verkefnisstjóri vinnuhóps um skólastefnuna. Stefnt er að því að endurskoðun ljúki í haust. Í hópnum verða formaður fræðsluráðs, fræðslustjóri, Anna Hulda og fulltrúar foreldra, fulltrúar kennara í leik-, grunn-, og tónlistarskóla. Fræðslustjóra falið að finna fulltrúa í vinnuhópinn.

2. Breyting á skólahverfum (2015010099)
Sjá fundargerð fræðsluráðs 23.apríl 2014 þriðja lið
Frestað til næsta fundar. Fræðslustjóra falið að afla gagna um fjölda nemenda í Móahverfi.

3. Setning Ljósanætur (2015010099)
Umræða um blöðrusleppingu.
Bréf verði sent til foreldrafélaganna þar sem óskað verði eftir hugmyndum um það sem komið gæti í staðinn fyrir blöðrusleppingar, en komið hafa ábendingar frá íbúum um að blöðrusleppingin sé ekki vistvæn.

4. Önnur mál (2015010099)
1. Guðmunda Lára greindi frá því að starfsgreinakynning fyrir nemendur í 9. og 10. bekk á Suðurnesjum,  verður 21. apríl í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Öðrum hópum boðið að nýta sér starfsgreinakynninguna.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. febrúar 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.