286. fundur

27.11.2015 11:05

286. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn 27. nóvember 2015 að Skólavegur 1, kl. 08:15.

Mættir: Elín Rós Bjarnadóttir formaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir aðalmaður, Helga M Finnbjörnsdóttir aðalmaður, Margrét Blöndal aðalmaður, Baldur Guðmundsson varamaður, Helgi Arnarson fræðslustjóri,  Ásgerður Þorgeirsdóttir fulltrúi skólastjóra, Elín Njálsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Erna Ósk Steinarsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingibjörg Guðjónsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Árdís Hrönn Jónsdóttir fulltrúi leikskólakennara og Kristín Helgadóttir leikskólafulltrúi sem ritaði fundargerð.

1. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar (2015010099)

Haraldur Haraldsson skólastjóri fer yfir starf TR í vetur.

Heildarfjöldi nemenda 778 um 100 nemendur á biðlista.  Nýjungar slagharpan hópastarf fyrir nemendur í píanónámi, suzuki nám í blokkflautu, barnakór.  Skólastarfið gengur vel.

2. Fjárhagsáætlun (2015010099)

Drög að fjárhagsáætlun kynnt.

3. Aðgangur áheyrnarfulltrúa fræðsluráðs að fylgigögnum. (2015010099)

Aðgangur áheyrnarfulltrúa fræðsluráðs að fylgigögnum.

Fræðsluráð samþykkir að áheyrnarfulltrúar fái aðgang að fylgigögnum fræðsluráðsfunda.

4. Styrkur til kennsluréttindanáms  (2015010099)

Lagt er til að leiðbeinendur í grunnskólum geti sótt eftir styrk til að ná sér í kennsluréttindi á sama hátt og er í leikskólum. Tillögur af reglum verða tilbúnar fyrir næsta fund fræðsluráðs.

5. Dagforeldrar (2015010099)

Umsókn um endurnýjun starfsleyfis.

Starfsleyfi samþykkt.

6. iPadvæðing í grunnskólum (2015010099)

Umræður um Ipadvæðingu og hvort þörf sé á að skýra betur stefnu í þessum málum hjá Reykjanesbæ sem foreldrar og allir sem koma að náminu fá.  Áhugi að gera könnun á viðhorfi til Ipadvæðingu hjá foreldrum, nemendum og starfsfólki. 

7. Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar (2015110347)

Farið yfir drög að jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar.  Þörf á að kaflanum "þjónusta við íbúa" sé gerð betri skil og þar ætti einnig að gera grein fyrir því að hver skóli geri sína jafnréttisáætlun.

8. Niðurstöður samræmdra könnunarprófa (2015010099)

Farið yfir niðurstöður samræmdra prófa 2015.

9. Óskir ungmennaráðs (2015010099)

Ungmennaráð sat á fundi með bæjarstjórn.  Ungmenni hafa áhuga á aukinni fræðslu fyrir ungt fólk. Fræðsluráð tók vel í óskirnar og hvetur til að vinna þessar óskir áfram.

10. Úrbætur í menntamálum. Sóknaráætlun Suðurnesja 2015-2019 (2015110346)

Lýsing á verkefninu: Úrbætur í menntamálum

Fræðslustjóri kynnti verkefni sem unnið hefur verið að á vegum SSS um úrbætur í menntamálum á Suðurnesjum.  Búið að skilgreina fjögur verkefni sem vinna á að á næstu árum. 1.Minnkun brottfalls 2.Kynningar fyrir nemendur 3.Samstarf við atvinnulífið 4.Málefni bráðgerra nemenda

11. Önnur mál (2015010099)

Rætt um markþjálfa sem komið hafa í grunnskóla í Reykjanesbæ

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. desember nk.

Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.