292. fundur

27.05.2016 10:51

292. fundur fræðsluráðs var haldinn í Fjölskyldusetrinu Skólavegi 1 27. maí 2016 kl. 8:15.

Mættir: Alexander Ragnarsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir, Árni Sigfússon, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Erna Ósk Steinarsdóttir, Helgi Arnarson , Ásgerður Þorgeirsdóttir, Elín Njálsdóttir, Kristín Helgadóttir, Margrét Kolbeinsdóttir og Guðmunda Lára Guðmundsdóttir,

1. Dalsskóli. Nýr skóli - skýrsla undirbúningshóps

Fræðslustjóri fylgdi skýrslunni úr hlaði. Í skýrslunni er forskrift að því hvernig skóla við viljum sjá. Áherslan er á samfellu í skólastarfi frá leikskóla til grunnskóla, frístundaskóla og tónlistarskóla allt á sama svæði. Fræðsluráð lýsir ánægju með vinnu undirbúningshópsins og lýsir áhuga fræðsluráðs á að koma áfram að verkefninu.

2. Menntastefnan – Drög lögð fram.
Anna Sigríður Jóhannesdóttir, annar verkefnastjóra, sagði frá athugasemdum sem borist hafa við drögin og fór yfir Menntastefnuna. Tillaga kom fram um að setja inn sérstakan kafla um aðrar menntastofnanir og annað nám sem stendur til boða í Reykjanesbæ. Fræðsluráð samþykkir Menntastefnuna að öðru leyti og þakkar stýrihópnum fyrir vel unnin störf. Fræðsluráð stefnir að því að kynna sér frekar fjölbreytt nám sem í boði er í bæjarfélaginu.

3. Heilsa og lífskjör skólanema á Reykjanesi. Skýrsla lögð fram
Fræðslustjóri hefur óskað eftir nánari sundurliðun fyrir Reykjanesbæ, frá höfundum skýrslunnar.

4. Setning Ljósanætur 2016
Fræðslustjóri skýrði frá ýmsum hugmyndum sem hafa komið fram um setninguna í haust. Hætt verður að sleppa blöðrum og fundin umhverfisvænni leið til að gera setninguna sjónræna. Umræðunni verður haldið áfram með skólastjórnendum.

5. Beiðni um viðbót við skipulagsdaga í leikskóla
Leikskólafulltrúi hefur lagt fram beiðni um að fá að bæta við einum skipulagsdegi á næsta skólaári vegna innleiðingar agakerfisins, Uppeldis sem virkar.  Fræðsluráð samþykkir beiðnina.

6. Beiðni um inntöku 12-21 mánaða barna á leikskólanum Velli

Beiðni barst frá Margréti Pálu Ólafsdóttur um að fá að taka inn yngri börn vegna þess að laus pláss eru á leikskólanum Velli. Fræðsluráð frestar að taka afstöðu í málinu þangað til staða umsókna um leikskólapláss liggur fyrir í haust.

7. Menntapennar í Víkurfréttum.
Tillaga kom fram um að skólar og stofnanir skiptist á að skrifa jákvæðar fréttir og greinar um skólamál í fréttamiðla. Það er svo margt skemmtilegt og jákvætt að gerast hjá okkur en það fer greinilega framhjá mörgum eins og kom í ljós á síðasta fundi þar sem ég talaði um heilsu og lífsstíl ungs fólks á Suðurnesjum.
Fræðslustjóra er falið að útfæra hugmynd um Menntapenna Reykjanesbæjar þar sem reglulega eru skrifaðar greinar um skólamál og birtar á heimasíðu Reykjanesbæjar.

8. Önnur mál
1. Hvatningarverðlaun.  Borist hafa 28  tilnefningar til Hvatningarverðlaunanna í ár. Þau verða afhent þriðjudaginn 7. júní kl. 17:00.
Í tilefni af því að þetta er síðasti fundur Láru Guðmundsdóttur sem  starfsmanns fræðslusviðs er henni þakkað framúrskarandi starf í þágu skólamála síðastliðin 37 ár.
Fræðsluráð þakkar áheyrnarfulltrúum setu í fræðsluráði.
Fræðslustjóri þakkar fræðsluráði gott samstarf í vetur og óskar góðs sumars.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. júní 2016.