293. fundur

26.08.2016 00:00

293. fundur fræðsluráðs var haldinn í Fjölskyldusetri, Skólavegi 1 þann 26.ágúst 2016 kl. 08:15.

Viðstaddir:  Alexander Ragnarsson formaður,  Jóhanna Sigurbjörnsdóttir, Baldur Guðmundsson varamaður, Ísak Ernir Kristinsson varamaður, Helga M. Finnbjörnsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi, Eðvarð Þór Eðvarðsson áheyrnarfulltrúi, Elínborg Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi,  Guðmundur Ingvar Jónsson áheyrnarfulltrúi,  Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og  Kristín Helgadóttir sem ritaði fundargerð 

1. Fjárhagsrammi - Gjaldskrá 2017 (2016080314)

Sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti fyrstu tillögur að fjárhagsramma fræðslusviðs fyrir árið 2017.  Áheyrnarfulltrúi grunnskólastjóra lýsti áhyggjum sínum yfir hversu lítil hækkun er á fjárhagsramma miðað við síðasta ár vegna nýrra kjarasamninga grunnskólakennara og vísitöluhækkunar um áramót.  Gjaldskrá 2017 til umræðu.

2. Námsgögn (2016080120)

Umræða um kostnað við násmsgögn í grunnskólum. Fræðsluráð tekur jákvætt í að Reykjanesbær sjái nemendum í grunnskólum Reykjanesbæjar fyrir námsgögnum og leggur til að gerð verði nánari úttekt á heildarkostnaði sveitarfélagsins.

3. Samstarf skólastiga (2016080318)

Leikskólafulltrúi lagði fram bæklinga sem eru leiðarljós yfir samstarf leik- og grunnskóla Reykjanesbæjar.  Sviðsstjóri fræðslusviðs sagði frá samstarfi við Fjölbraustaskóla Suðurnesja þar sem skólaþjónusta Reykjanesbæjar sér FS fyrir sálfræðiþjónustu.  Leikskólar Reykjanesbæjar eru í samstarfi við FS þar sem nemendur í uppeldisfræði koma inn í leikskólana og vinna verkefni með leikskólanemendum. 

4. Setning ljósanætur 2016 (2016080316)

Sviðsstjóri fræðslusviðs sagði frá hvernig setning ljósanætur 2016 verður.  Risaboltar munu svífa um, tveir boltar í litum hvers skóla.  Fulltrúar grunnskólanemenda munu síðan draga ljósanætur fána að húni í skrúðgarðinum. Friðrik Dór mun skemmta.

5. Heilsueflandi samfélag (2016080317)

Sviðsstjóri fræðslusviðs sagði frá kynningu um Heilsueflandi samfélag sem haldin var í Reykjanesbæ og í kjölfarið af því lögðu sviðsstjórar til að Reykjanesbær taki þátt í verkefninu.  Ákveðið var í bæjarráði 25.08.2016 að Reykjanesbær fari í verkefnið og settur saman stýrihópur sem leiði verkefnið.  Fræðsluráð fagnar þeirri ákvörðun að Reykjanesbær gerist Heilsueflandi samfélag.

6. Leikskólinn Völlur - börn 12-21 mánaða (2016080188)

Fræðsluráð hafnar ósk leikskólans Vallar að svo stöddu þar sem hún samræmist ekki stefnu bæjarins.  Fræðsluráð telur mikilvægt að stefna sveitarfélagsins sé endurskoðuð reglulega og sett verði niður framtíðarsýn í dagvistun ungra barna.

7. Leyfi daggæslu barna í heimahúsi (2016080309)
Leikskólafulltrúi lagði fram leyfisveitingu til dagforeldris, Fríða Hrönn Hallfreðsdóttir fær leyfi til eins árs frá 1.september 2016.

8. Önnur mál (2016010248)

Ísak Kristinsson yfirgaf fundinn fyrir liðinn önnur mál. 

a.   Áheyrnarfulltrúi grunnskólastjóra sagði frá að mikil fjölgun hafi orðið á nemendum af erlendum uppruna í Reykjanesbæ.  Mikilvægt er að við séum viðbúin að mæta þeirra þörfum.

b.   Allir skólar í Reykjanesbæ eru fullmannaðir en áhyggjur eru af auknu hlutfalli ófaglærðra.  Mjög jákvætt viðhorf er í skólunum.  

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. september 2016.