297. fundur

14.12.2016 00:00

297. fundur fræðsluráðs var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14.12.2016 kl. 08:15.

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Helga M. Finnbjörnsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Ísak Ernir Kristinsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir fulltrúi leikskólastjóra,  Eðvarð Þór Eðvarðsson fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Sigurborg Magnúsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Guðmundur Ingvar Jónsson fulltrúi grunnskólakennara, Íris Dröfn Halldórsdóttir fulltrúi grunnskólakennara,  Anna Hulda Einarsdóttir fulltrúi FFGÍR, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Sóley Halla Þórhallsdóttir grunnskólafulltrúi sem ritaði fundargerð.

1. Sumarfrí í leikskólum 2017 (2016120114)

Ingibjörg Bryndís leikskólafulltrúi ræddi sumarleyfi í leikskólum Reykjanesbæjar. Fræðsluráð samþykkir að sumarleyfi leikskóla nái yfir tvö tímabil frá 20. júní – 3. ágúst og leikskólarnir verði lokaðir í þrjár vikur samfellt.

 2. Pisa 2015 (2016120115)

Helgi sviðsstjóri kynnti Pisa könnuna. Hann fór yfir niðurstöður Pisa 2015 á Íslandi og ræddi sérstaklega niðurstöður skólana  í Reykjanesbæ.

Fræðsluráð fagnar góðum niðurstöðum Pisa 2015 í Reykjanesbæ og þeim miklu framförum sem koma fram í þeim.

 3. Önnur mál (2016010248)

Rætt um spjaldtölvunotkun nemenda í grunnskólum og þá miklu breytingu sem hefur orðið á  vinnubrögðum nemenda varðandi nám. Fræðsluráð telur mikilvægt að farið verði í stefnumótun varðandi framhald  á spjaldtölvuvæðingu grunnskólanna en  í dag eru nemendur í 8.,9. og 10. bekk í skólum Reykjanesbæjar með iPad.

Fræðsluráð leggur áherslu á að efla foreldrasamstarf grunnskólanna.

Fræðslustjóri upplýsti að einhverjir grunnskólakennarar hafa dregið uppsagnir sínar til baka.

 Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. desember 2016.