304. fundur

25.08.2017 00:00

304. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 25. ágúst 2017 kl. 08:15.

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Árni Sigfússon, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir, Anna Sigríður Guðmundsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Guðmundur Ingvar Jónsson fulltrúi grunnskólakennara, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Ólöf Sverrisdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Hulda Einarsdóttir fulltrúi FFGÍR, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hrefna Höskuldsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Störf skólanefnda (2017080289)
Alexander og Helgi buðu nýja áheyrnarfulltrúa velkomna og þakka fráfarandi fulltrúum. Allir nefndarmenn fengu sendar leiðbeiningar um skyldur og ábyrgð sveitarfélaga sem fara með málefni leik- og grunnskóla. Allir hvattir til að kynna sér þær.

2. Bókun 1 (2017080277)
Helgi sviðsstjóri kynnti skýrslu sem unnin var í samræmi við bókun 1 í kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skýrslan hefur verið send Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fræðsluráð lýsir yfir ánægju með skýrsluna sem notuð verður til úrbóta í skólastarfi.

3. Samstarfsverkefni vinnuskólans og FS (2017080284)
Helga María Finnbjörnsdóttir kynnti samstarfsverkefni vinnuskólans og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. 60 nemendur tóku þátt. Ánægja var með hvernig til tókst bæði að áliti kennara og nemenda. Fræðsluráð lýsir ánægju með verkefnið og stefnir á að endurtaka það að ári.

4. Gjaldskrá (2017080290)
Fræðsluráð leggur til að verð fyrir mat hjá Skólamat verði óbreytt frá fyrri gjaldskrá. Fræðsluráð mun óska eftir niðurstöðum gæðakannanna hjá Skólamat með reglubundnum hætti.
Helgi sviðsstjóri kynnti fjölskylduafslátt sem gildir frá og með hausti 2017. Afslátturinn gildir á milli allra aldursstiga en hingað til hefur afslátturinn verið einskorðaður við daggæslu og leikskóla.
Tillaga fræðsluráðs er að gjaldskrá fræðslusviðs haldist óbreytt að öðru leyti.

5. Skólabyrjun í Dalshverfi (2017080285)
Skólasetning í nýju skólahúsnæði í Dalshverfi fór fram 22. ágúst sl. 75 nemendur stunda nám í 1-3 bekk. Skólinn er útibú frá Akurskóla.

6. Staða skólamála á Ásbrú (2017080286)
Áform um skólabyggingar breyttust snemma í sumar vegna breyttra forsendna. Ákveðið var að festa kaup á 2 húsum nálægt skólanum. Starfsemi Frístundar og Goðheima flyst í nýja húsnæðið.
Nemendum í leikskólanum Háaleiti hefur ekki fjölgað.

7. Gjaldfrjáls námsgögn (2017080288)
Eftir ákvörðun fræðsluráðs í vor var farið í örútboð á námsgögnum. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á um 22 milljónir kr. Nokkur tilboð bárust, gengið var til samninga við A4 sem bauð 7.653.000 kr. Útboðið hefur vakið athygli, töluvert verið um fyrirspurnir frá öðrum sveitarfélögum.
Verkefnið hefur gengið vel þessa fyrstu skóladaga.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. september 2017.