306. fundur

27.10.2017 00:00

306. fundur fræðsluráð var haldinn að Skólavegi 1 þann 27. október 2017 kl. 08:15.

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Árni Sigfússon, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir, Anna Sigríður Guðmundsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Ólöf Magnea Sverrisdóttir fulltrúi skólastjóra leikskóla, Sigurborg Magnúsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Guðmundur Ingvar Jónsson fulltrúi grunnskólakennara, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Anna Hulda Einarsdóttir fulltrúi FFGÍR, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi, Sóley Halla Þórhallsdóttir grunnskólafulltrúi, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Fjárhagsáætlun 2018 (2017100196)
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti drög að fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2018.

2. Starfsáætlanir og skólanámskrár grunnskóla Reykjanesbæjar (2017090266)
Sóley Halla Þórhallsdóttir grunnskólafulltrúi kynnti skólanámsskrár og starfsáætlanir grunnskólanna. Fræðsluráð staðfestir skólanámsskrár og starfsáætlanir grunnskóla Reykjanesbæjar.

3. Starfsáætlanir leikskóla í Reykjanesbæ (2017100199)
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi kynnti starfsáætlanir leikskólanna. Fræðsluráð staðfestir starfsáætlanirnar.

4. Viðmiðunarreglur um kynningar, auglýsingar og gjafir í skólum Reykjanesbæjar (2017100192)
Fræðsluráð samþykkir reglurnar.

5. Fundir í fræðsluráði október 2017 - maí 2018 (2017100193)
Lögð fram fundardagskrá fræðsluráðs veturinn 2017 – 2018.

6. Önnur mál (2017010198)
• Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs sagði frá yfirstandandi heimsókn frá vinabæjum Reykjanesbæjar á Norðurlöndum.
• Sóley Halla Þórhallsdóttir sagði frá starfsgreinakynningu sem haldin var nýlega og lýsti yfir ánægju með framkvæmd hennar.
• Til stendur að taka fyrstu skóflustungu að nýjum skóla í Dalshverfi 2. nóvember nk. Við það tækifæri verður tilkynnt niðurstaða úr samkeppni um nafn á skólann.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. nóvember 2017.