309. fundur

23.02.2018 00:00

309. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 23. febrúar 2018 kl. 08:15.

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir.
Guðmundur Ingvar Jónsson fulltrúi grunnskólakennara, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Ingibjörg Guðjónsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Þórdís Elín Kristinsdóttir fulltrúi FFGÍR, Tinna Kristjánsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Sigurborg Magnúsdóttir fulltrúi leikskólakennara.
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi, Sóley Halla Þórhallsdóttir grunnskólafulltrúi, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hrefna Höskuldsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Skóladagatöl grunnskóla 2018 - 2019 (2018020258)
Helgi lagði fram til kynningar skóladagatöl allra grunnskóla. Fræðsluráð staðfestir skóladagatölin.

2. Sumarlokun leikskóla (2018020274)
Ingibjörg Bryndís lagði fram til kynningar tillögu um sumarlokun leikskóla sumarið 2018. Fræðsluráð samþykkir framkomna tillögu.
Ingibjörg kynnti hugmyndir um sumarlokanir 2019. Almennar umræður voru um sumarlokanir til framtíðar.

3. Samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Árborgar og Hafnarfjarðar vegna nemenda með íslensku sem annað mál (2018020276)
Helgi kynnti samstarfsverkefni á milli þriggja sveitafélaga.

4. Fræðsla á vegum fræðslusviðs Reykjanesbæjar (2018020277)
Sóley Halla kynnti fræðslu á vegum fræðslusviðs fyrir leik - og grunnskólakennara, stjórnendur beggja skólastiga og starfsmanna leik- og grunnskóla. Fræðslan fór fram á skólaárinu 2016 – 2017 og á yfirstandandi skólaári.
Sóley kynnti einnig fræðslu er fræðslusvið stendur að fyrir foreldra og nemendur leik- og grunnskóla.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. mars 2018.