310. fundur

16.03.2018 00:00

310. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 16. mars 2018 kl. 08:15.

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Ólöf Magnea Sverrisdóttir fulltrúi skólastjóra leikskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Sigurborg Magnúsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Anna Hulda Einarsdóttir fulltrúi FFGÍR.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Sóley Halla Þórhallsdóttir grunnskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Málefni Tónlistarskóla Reykjanesbæjar (2018030169)
Málinu er frestað.

2. PISA 2018 (2018030173)
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, kynnti PISA könnunina og framkvæmd hennar í grunnskólum Reykjanesbæjar, en hún verður lögð fyrir í mars og apríl.
Fræðsluráð þakkar fyrir áhugaverða kynningu.

3. Stapaskóli (2016110190)
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, fór yfir stöðu mála varðandi útboð vegna Stapaskóla.

Fræðsluráð samþykkir að taka fyrir eftirfarandi mál:
4. Samræmd könnunarpróf (2018030210)
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, kynnti þá stöðu sem upp er komin vegna annmarka á framkvæmd samræmdra könnunarprófa sem lögð voru fyrir nemendur í 9. bekk nýlega.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að vinna málið með starfsfólki fræðslusviðs og skólastjórnendum. Fræðsluráð hvetur til þess að tekin verði upp umræða meðal fagaðila um að endurskoða tilgang og framkvæmd samræmdra prófa.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40.