312. fundur

04.05.2018 00:00

312. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 4.maí 2018 kl. 08:15.

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Ísak Ernir Kristinsson, Helga M. Finnbjörnsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir.
Anna Hulda Einarsdóttir fulltrúi FFGÍR, Anna Sigríður Guðmundsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Guðmundur Ingvar Jónsson fulltrúi grunnskólakennara, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Ólöf Magnea Sverrisdóttir fulltrúi skólastjóra leikskóla, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Sóley Halla Þórhallsdóttir grunnskólafulltrúi, Hrefna Höskuldsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar 2018 (2018050013)
Fræðsluráð efnir árlega til hvatningarverðlauna fyrir einstaka kennara, kennarahópa og starfsmenn í leikskólum, grunnskólum og tónlistaskóla Reykjanesbæjar. Verðlaunin er veitt fyrir verkefni sem þykja skara framúr og eru til eftirbreytni.
Verðlaunin verða afhent fimmtudaginn 31. maí 2018.

2. Mælaborð sviðsstjóra fræðslusviðs 2018 (2018050014)
Helgi Arnarsson sviðstjóri fræðslusviðs kynnti mælaborð fyrir mars 2018.

3. Geðvandi og einkenni (2018040142)
Lögð fram tillaga frá Önnu Sigríði Jóhannesdóttur um fræðslu fyrir kennara til að þekkja einkenni vanda frá fagaðilum.
Undanfarin ár hafa verið ýmis námskeið bæði fyrir starfsmenn skóla og foreldra. Lagt til að búin verði heildstæð stefna til langs tíma í samstarfi við alla aðila sem að málunum koma.
Viðvera skólahjúkrunarfræðinga er ekki regluleg í öllum skólum vegna manneklu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Helgi aflar upplýsinga hjá HSS varðandi stöðuna.

4. Frístundaheimili (2018040113)
Sóley Halla kynnti vinnu verkefnahóps þar sem tilgangur hópsins var að finna leiðir til að efla gæði frístundaskólans.
Búið er að auglýsa eftir forstöðumönnum fyrir frístundaheimilin.

5. Önnur mál (2018010213)
Fræðsluráð óskar Heiðarskóla til hamingju með sigur í Skólahreysti.
Fræðsluráð lýsir ánægju með frumkvæði skólastjóra Háaleitisskóla í gróðursetningu á Ásbrú.
Skólastjóri Háaleitisskóla vill benda á að verulega vantar upp á aðbúnað á leiksvæði á Ásbrú.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 8. maí 2018.