322. fundur

05.04.2019 00:00

322. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 5. apríl 2019 kl. 08:15.

Viðstaddir: Andri Örn Víðisson, Bjarni Páll Tryggvason, Íris Ósk Kristjánsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Valgerður Björk Pálsdóttir formaður.
Sigurbjörg Róbertsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Jurgita Milleriene fulltrúi grunnskólakennara, Ólöf Magnea Sverrisdóttir fulltrúi leikskólastjóra.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Könnun á stækkun leikskólanna í Reykjanesbæ (2019040051)

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi kynnti niðurstöður óformlegrar könnunar á möguleikum á stækkun leikskólanna í Reykjanesbæ til að hægt sé að veita 18 mánaða gömlum börnum leikskólavist.

Fræðsluráð óskar eftir kostnaðarmati á mögulegum leiðum til að stækka leikskólana.

2. Ytra mat Háaleitisskóla (2019040045)

Málinu frestað til næsta fundar.

3. Kirkjuheimsóknir skólabarna (2019020412)

Valgerður Björk Pálsdóttir formaður fræðsluráðs og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs gerðu grein fyrir málinu. Gerð var könnun meðal grunn- og leikskóla sveitarfélagsins um hvernig þessum málum er háttað og kom fram að það er með mismunandi hætti. 

Fræðslusviði er falið að setja leiðbeinandi viðmið um kirkjuheimsóknir skólabarna og heimsóknir trúfélaga í skóla sveitarfélagsins.

4. Eineltisáætlanir grunnskóla (2019040052)

Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála varðandi eineltisáætlanir grunnskóla Reykjanesbæjar.

Fræðsluráð þakkar fyrir góða kynningu.

Fræðsluráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

5. Mælaborð fræðslusviðs febrúar 2019 (2019040066)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs lagði fram mælaborð fyrir febrúar 2019.

6. Skóladagatal Tónlistarskóla Reykjanesbæjar 2019 - 2020 (2019040077)

Fræðsluráð staðfestir skóladagatal Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fyrir skólaárið 2019 – 2020.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundurinn fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. apríl 2019.