- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Andri Örn Víðisson, Íris Ósk Kristjánsdóttir.
Bryndís Björg Guðmundsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Silja Konráðsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Anna Hulda Einarsdóttir fulltrúi FFGÍR, Hanna Málmfríður Harðardóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Lydía Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Sviðsstjóri fræðslusviðs lagði fram umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsum frá Jakobi Símoni Jakobssyni. Fram kom að öll skilyrði eru uppfyllt og samþykkir fræðsluráð veitingu leyfisins.
Sviðsstjóri fræðslusviðs lagði fram umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsum frá Angelicu Lawino. Fram kom að öll skilyrði eru uppfyllt og samþykkir fræðsluráð veitingu leyfisins.
Sviðsstjóri fræðslusviðs lagði fram umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsum frá Patience Adjahoe Karlsson. Fram kom að öll skilyrði eru uppfyllt og samþykkir fræðsluráð veitingu leyfisins.
Lögð fram skýrsla frá heimakennslufulltrúa og minnisblað Haraldar Axels Einarssonar, grunnskólafulltrúa. Umsækjendur uppfylla öll skilyrði sem sett eru. Heimaskóli barnsins er tilbúinn til að vera þjónustuskóli barnsins. Fræðsluráð samþykkir samhljóða umsóknina fyrir skólaárið 2019 – 2020.
Lagt fram erindi frá Sigurbjörgu Róbertsdóttur, skólastjóra Akurskóla, þar sem fram kemur að mikil fjölgun hefur orðið á nemendum í 6. – 10. bekk í skólanum, þar sem Stapaskóli þjónar eingöngu 1. – 5. bekk núna.
Sviðsstjóra fræðslusviðs er falið að vinna málið áfram.
Fjölgun nemenda - erindi frá skólastjóra Akurskóla
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs og Haraldur Axel Einarsson, grunnskólafulltrúi, fóru yfir ýmsar upplýsingar varðandi upphaf skólaárs. Við upphaf skólaárs eru alls 934 nemendur í leikskólum og 2437 nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar. Endurmenntunardagurinn var haldinn í Hljómahöll 13. ágúst sl. og tókst hann mjög vel.
Fundarboð lagt fram.
Skólaþing sveitarfélaga 2019 - fundarboð
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, fór yfir helstu áherslur í fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2020.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. september 2019.