329. fundur

10.01.2020 08:15

329. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 10. janúar 2020 kl. 08:15

Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Andri Örn Víðisson, Íris Ósk Kristjánsdóttir.
Bryndís Björg Guðmundsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Silja Konráðsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, Hanna Málmfríður Harðardóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Lydía Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara, Hanna María Kristjánsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar (2020010069)

Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, mætti á fundinn og kynnti starfsemi skólans á yfirstandandi skólaári.

Í haust hófu 411 nemendur nám við tónlistarskólann fyrir utan forskólanemendur og er skólinn orðinn stærsti tónlistarskóli landsins. Skólinn heldur upp á 20 ára afmæli á skólaárinu og er metnaðarfull dagskrá hjá skólanum í tilefni af því. Einnig mun skólinn halda landsmót Samtaka íslenskra skólalúðrasveita fyrir yngri lúðrasveitir í apríl þar sem gert er ráð fyrir um 750 þátttakendum.

Fræðsluráð þakkar góða kynningu. Skólinn hefur óskað eftir stuðningi við landsmótið sem haldið verður í vor og hvetur fræðsluráð til þess að sveitarfélagið styðji þann viðburð auk þess að styðja áfram vel við starfsemi tónlistarskólans.

2. Endurskoðun menntastefnu Reykjanesbæjar (2020010070)

Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, skýrði frá undirbúningi fyrir endurskoðun menntastefnu Reykjanesbæjar. Menntastefnan mun m.a. taka mið af nýrri stefnu Reykjanesbæjar og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs að hefja vinnu við endurskoðun menntastefnu Reykjanesbæjar.

3. Leikskólavist fyrir börn yngri en 24 mánaða (2019120045)

a. Erindisbréf fyrir faghóp

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi lagði fram erindisbréf fyrir faghóp vegna ungbarnaleikskóla eða ungbarnadeilda á leikskólum í Reykjanesbæ.

Fræðsluráð samþykkir erindisbréfið og óskar eftir að greinargerð faghópsins liggi fyrir á fundi ráðsins í apríl.

b. Erindi vegna ungbarnaskóla

Brynja Aðalbergsdóttir, leikskólastjóri og Halldóra Magnúsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri lýsa yfir áhuga á að opna og starfa við ungbarnaleikskóla í Reykjanesbæ.

Lagt fram.

Fylgigögn:

Erindisbréf fyrir faghóp vegna ungbarnaleikskóla eða ungbarnadeilda á leikskólum
Ungbarnaleikskóli í Reykjanesbæ - erindi

4. Breytingar á skóladagatali Akurskóla 2019 – 2020 (2019120234)

Erindi frá Sigurbjörgu Róbertsdóttur, skólastjóra Akurskóla, þar sem óskað er eftir að fræðsluráð samþykki breytingar á skóladagatali skólans, sem felast í því að starfsdagar sem voru 21. janúar og 20. maí hafa verið færðir til 29. og 30. apríl.

Fræðsluráð samþykkir breytingarnar.

Fylgigögn:

Breytingar á skóladagatali Akurskóla - erindi

5. Reglur um kynningar, auglýsingar og gjafir í skóla- og frístundastarfi Reykjanesbæjar - fyrirspurn (2020010073)

Fyrirspurn frá kennara í Reykjanesbæ um reglur og stefnu sveitarfélagsins um kynningar, auglýsingar og gjafir í skóla- og frístundastarfi.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs að svara fyrirspurninni og birta umræddar reglur á heimasíðu Reykjanesbæjar.

6. Samþætting skólastarfs og íþrótta / tómstunda (2020010077)

Í skoðun er að hefja vinnu við samþættingu skólastarfs og íþrótta- og tómstundastarfs í Reykjanesbæ.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. janúar 2020.