330. fundur

07.02.2020 08:15

330. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 7. febrúar 2020 kl. 08:15

Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Andri Örn Víðisson, Íris Ósk Kristjánsdóttir.
Bryndís Jóna Magnúsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Silja Konráðsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Anna Sigríður Jóhannesdóttir fulltrúi FFGÍR, Hanna Málmfríður Harðardóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Lydía Helgadóttir fulltrúi leikskólakennara, Hanna María Kristjánsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Niðurstöður PISA 2018 (2020021048)

Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, kynnti niðurstöður PISA könnunarinnar sem lögð var fyrir 15 ára nemendur í öllum grunnskólum landsins í mars og apríl 2018, en Ísland var eitt af 79 þátttökulöndum.

2. Mælaborð fræðslusviðs - uppgjör 2019 (2019051949)

Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, lagði fram mælaborð fræðslusviðs fyrir árið 2019.

3. Starfsáætlun fræðslusviðs 2020 (2019120103)

Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs og Haraldur Axel Einarsson, grunnskólafulltrúi kynntu starfsáætlun fyrir árið 2020.

Fylgigögn:

Starfsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2020

4. Skipun starfshóps um samþættingu skólastarfs og íþrótta- og tómstundastarfs (2020010077)

Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs að vinna drög að erindisbréfi í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

5. Stapaskóli - BETT 2020 og heimsókn kjörinna fulltrúa fræðsluráðs (2020021050)

Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs og Haraldur Axel Einarsson, grunnskólafulltrúi sögðu frá skólaráðstefnunni BETT 2020 sem nokkrir starfsmenn Reykjanesbæjar sóttu. Ýmsar nýjungar í skólastarfi voru kynntar þar.

Fyrirhugað er að fulltrúar fræðsluráðs heimsæki Stapaskóla og kynni sér aðstæður þar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. febrúar 2020.